Karfan er tóm.
Á morgun miðvikudaginn 21. apríl verða afíspróf hjá Söruh Smiley fyrir þá sem eiga þau eftir.
A2 og B2 (þeir sem áttu prófin eftir) og A1 milli 16:20 og 17:20.
B1 milli 17:20 og 18:20.
Uppskeruhátíð SA mun fara fram á Pengs (húsi Aldraðra/Allanum) miðvikudagskvöldið 21. apríl frá 20-24 fyrir 4. flokk, 3. flokk, 2. flokk, meistaraflokk-karla og kvenna, yngriflokk-kvenna, Valkyrjur, Oldboys og auðvitað alla velunnara Skautafélags Akureyrar. Iðkendur 3. og 4.flokks mæta í boði Foreldrafélagsins en verð fyrir aðra er kr. 2.000.- og innifalið í því er matur a la Helgi P. og gos. Aðrar guðaveigar mega þeir sem hafa náð lögaldri taka með sér og treystum við því að aldurstakmörk verði virt. Þeir sem eru yngri en 16 ára mega vera til kl. 22 (eftir það í fylgd með fullorðnum). Ekki er posi á staðnum svo takið með ykkur peninga. Gert er ráð fyrir að allir mæti og því þarf ekki að skrá sig.
Eftirfarandi tilkynning barst frá Skautasambandi Íslands í dag.
Vegna aðstæðna sem skapast hafa með tilkomu gos í Eyjafjallajökli hefur verið tekin sú ákvörðun um að fella niður Grunnpróf ÍSS sem áttu að fara fram 19 og 20 apríl.
Okkur, þ.e.a.s. mér og Mariu Mclean þykir báðum leitt að þurfa að taka þessa ákvörðun.
Við höfum rætt um möguleikann á því að prófin verði þreytt í síðustu viku ágúst mánaðar. Nánari tilkynning þar um verður gefin út síðar.
m.b.kv.
June Eva Clark