Karfan er tóm.
Á morgun hefst NIAC (Northern Iceland Adventure Cup) kvennamótið hér í Skautahöllinni á Akureyri. Á mótinu keppa tvö lið sem búin voru til sérstaklega út af þessu móti, auk landsliðsins og breska liðsins Slough Phantoms en þetta er í fyrsta skiptið sem hingað kemur breskt hokkílið. Íslensku liðin tvö eru sett saman úr landsliðsleikmönnum auk nokkurra annarra til, og eru kennd annars vegar við blátt og hins vegar við hvítt.
Það verður mikið um að vera í Skautahöllinni á Akureyri í dag en þá munu fara fram tveir íshokkíleikir. SA tekur á móti Birninum í 2. flokki karla og mfl kvenna. Báðir leikirnir eiga það sammerkt að hafa lítið gildi, þ.e.a.s. annað en skemmtanagildi. Fyrri leikurinn verður síðasta viðureign liðanna í undankeppninni hjá konunum og þar eru úrslitin þegar ráðin, þ.e. Björninn hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en þetta er síðasta viðureign liðanna fyrir úrslitakeppni sem hefst um næstu helgi. Úrlistin í þessum leik breyta því ekki á nokkurn hátt stöðunni en úrslitinum munu að öllum líkindum segja eitthvað til um hvað koma skal í úrslitum. Sú breyting hefur þó verði gerð á liði SA að Josh Gribben mun taka bekkinn og Sarah Smiley mun einbeita sér að spilamennskunni.