Ice Cup: Reglur, leikjadagskrá og viðburðir

Undirbúningur fyrir Ice Cup er á lokastigi. Reglur mótsins liggja fyrir (með fyrirvara þar sem enn eru fimm erlendir keppendur á leið til landsins og ekki öruggt um komutíma).

MONDOR SKAUTABUXUR

Ég á MONDOR skautabuxur í 8-10, 12-14,og SMALL ef einhvern vantar buxur núna eða fyrir æfingabúðirnar er sá hinn sami beðin að hafa samband núna, ég get fengið fleiri buxur um mánaðar mótin og verða það SÍÐUSTU BUXURNAR sem ég fæ að sinni. NÆST KOMA ÞÆR Í ÁGÚST. Verið fljótar að panta svo að ég getir gengið frá pöntuninni í síðasta lagi á morgunn miðvikudag..

Kv Ally, allyha@simnet.is / 8955804

Ice Cup: Óvissa um flug

Vegna óvissu um flug verður keppnisfyrirkomulag Ice Cup ekki kynnt fyrr en ljóst er hvort allir erlendu þátttakendurnir komast til landsins.

Ice Cup: Þátttökugjald

Talnavíxl varð í fyrri frétt, hér er leiðrétt reikningsnúmer vegna þátttökugjalds: 0302-13-301232, kt. 590269-2989

4.flokkur lagður af stað að sunnan

Áætlaður komutími að Skautahöllinni er ca. kl. 18,40

(Hópurinn fór frá Staðarskála kl. 16,10)

(Krakkarnir lögðu af stað frá Reykjavík um kl. 13,20. Nánari fréttir af komutíma þegar líður á daginn.)

Ice Cup: Opnunarhóf

Opnunarhóf Ice Cup fer fram í Rub 23 (þar sem Friðrik V var áður) á miðvikudagskvöld og hefst kl. 20.00 (ath. breyting frá fyrri frétt). Liðsstjórar eru beðnir um að sjá til þess að allir liðsmenn fái þessar fréttir.

Æfingar fram að vorsýningu

Æfingar fyrir alla C hópa verða á sínum stað á laugardagsmorgun. A og B hópar geta komið á ísinn á sunnudagsmorgun milli 9 og 11 og farið yfir atriðin sín í síðasta sinn fyrir sýninguna. Allir iðkendur skulu svo mæta ekki seinna en kl. 17:00 á sunnudaginn, sýningin byrjar 17:30. Ratleikur fyrir alla iðkendur verður strax að lokinni sýningu og foreldrafélagið býður iðkendum upp á eitthvað að borða.

Ice Cup: Eitt lið hætt við út af truflunum á flugsamgöngum

Eyjafjallajökull er enn helsta áhyggjuefni krullufólks í sambandi við þátttökuna í Ice Cup.

Fjáröflun þrifpakkar - skil á maraþoni

Vonandi gengur sala á þrifpökkunum vel, skila á blöðunum á maraþoninu um þarnæstu helgi og ætti síðan að taka 10 daga að fá pakkana afhenta. Fundur um Ostrava, kostnað og frekari fjáröflun verður síðan haldinn í kjölfarið.

Áheitasöfnun fyrir maraþon

Skauturunum hefur verið skipt niður á fyrirtækin til að safna áheitum.