Mögnuð endurkoma og sigur á Birninum

Víkingarnir eru vaknaðir. Eftir erfiða fyrstu tvo leikhlutana í öðrum leik SA og Bjarnarins í úrslitakeppni Íslandsmótsins snéru okkar menn leiknum sér í vil og skoruðu sjö mörk í röð! Lokatölur: Björninn – SA 4-8 (3-1, 1-1, 0-6).

4.hópur kominn í páskafrí

Bein netútsending úr Egilshöll

Annar leikur SA og Bjarnarins í úrslitum Íslandsmótsins í íshokkí karla verður í beinni útsendingu í gegnum heimasíðu Bjarnarins, bjorninn.com. Hægt verður að horfa á leikinn á stóra skjánum í fundarherberginu í Skautahöllinni.

Fjórar frá SA til Króatíu og Póllands

Í morgun lögðu fjórar stúlkur úr Skautafélagi Akureyrar sem eru í landsliði ÍSS af stað í keppnisferðalag til Króatíu og Póllands. Þetta eru þær Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir og Emilía Rós Ómarsdóttir.

Myndir 1. í úrslitum SA - Björninn

Björninn hafði betur í fyrsta leik

Enn einu sinni lauk leik SA og Bjarnarins með eins marks sigri - eins og allir leikir liðanna í vetur. Bjarnarmenn leiða einvígið og eiga heimaleik á fimmtudagskvöldið.

Úrslit úr innanfélagsmóti í íshokkí

Um liðna helgi fór fram annað innanfélagsmótið í íshokkí á þessu ári.

Íslandsmótið í krullu: Mammútar með fullt hús

Mammútar luku deildarkeppni Íslandsmótsins með sigri og unnu þar með alla leiki sína í deildinni. Garpar enduðu í öðru sæti deildarinnar en þrjú lið urðu jöfn með þrjá vinninga og þarf aukaleik til að skera úr um það hvaða lið fara í úrslitakeppnina.

Tímatafla 18. mars - 1. apríl

Breytingar á tímatöflu allra deilda næstu tvær vikurnar.

HM U18: Ísland áfram í 2. deild B

Fjórir leikmenn frá SA voru í landsliði Íslands U18 sem tók þátt í HM 2. deild B í Serbíu. Liðið vann einn leik af fimm og hélt sæti sínu í deildinni.