4. flokkur á leið á Iceland Ice Hockey Cup

Núna í vikunni halda hokkíkrakkar í 4. flokki suður til Reykjavíkur til þátttöku í helgarmóti á vegum Bjarnarins í Egilshöllinni. Mótið er að hluta liður í Íslandsmótinu í 4. flokki, en eins og áður hefur komið fram hér á sasport hafa bæði A- og B-lið 4. flokks Skautafélags Akureyrar haft mikla yfirburði í vetur og hefur SA þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Súrefnisskortur á Spáni, Smiley maður leiksins

Í pistli Margrétar Ólafsdóttur fararstjóra íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí sem er á Spáni þessa vikuna að taka þátt í HM kemur fram að nokkrar úr liðinu urðu fyrir óskemmtilegri upplifun í síðari hluta leiks og eftir leik í gær.

Thelma með fyrsta landsliðsmarkið eftir 40 sekúndur!

Það getur ekki annað verið en að Thelma María Guðmundsdóttir, landsliðskona úr Skautafélagi Akureyrar, hafi sett met í morgun þegar hún lék sinn fyrsta landsleik í íshokkí og skoraði fyrsta mark Íslands eftir aðeins 40 sekúndna leik. Ísland sigraði Suður-Afríku með fimm mörkum gegn einu.

Frábær árangur í Póllandi

Listhlaupsstelpurnar okkar halda áfram að gera það gott erlendis. Þær luku vel heppnaðri viku í æfingabúðum Alþjóða skautasambandsins í Póllandi með frábærum árangri á World Developement Trophy.

Kvennalandsliðið á faraldsfæti

Nú þegar meirihluti Íslendinga er í fríi, slakar á og nýtur útiverunnar og góða veðursins hafa stelpurnar í hokkílandsliðinu verið á fullu við æfingar í Skautahöllinni á Akureyri. Áhugasamir geta létt undir með landsliðinu með fjárframlögum.

Myndir, myndir. SA Víkingar Íslandsmeistarar 2013

Íslandsmeistarar !

SA Víkingar enduðu tímabilið með tilþrifum þegar þeir lönduðu Íslandsmeistaratitlinum með 4-0 sigri á Birninum í oddaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Lars Foder skoraði þrennu, Ómar Smári Skúlason varði eins og berserkur þegar sókn Bjarnarins þyngdist.

Allir í höllina

Í kvöld kl. 19.30 mætast SA Víkingar og Björninn í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí 2013. Nú þurfum við að fylla Skautahöllina á Akureyri og sýna mátt okkar og megin. Fullir pallar af hávaðasömum áhorfendum geta skipt sköpum í þessum leik.

Breytingar á miðvikudagsæfingunni!

Snúum bökum saman og tökum dolluna!

Víkingar og Björninn áttust við í Egilshöllinni í kvöld. Björninn hafði sigur, 4-3, og því þurfa liðin að mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Skautahöllinni á Akureyri miðvikudagskvöldið 27. mars kl. 19.30.