Gosið truflar krullumót

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur haft áhrif víða eins og fram hefur komið í fréttum. Krullufólk á leið á mót hefur orðið fyrir barðinu á ástandinu.

Ice Cup: Sextán lið skráð, sjálfboðaliðar óskast til starfa

Sjálfboðaliðar óskast í undirbúning og framkvæmd Ice Cup, meðal annars í sjoppuna í Skautahöllinni og fleiri störf. Sextán lið hafa verið skráð til leiks og hefur verið lokað fyrir skráningu.

Hallarbylting í WCF, varaforsetinn felldi forsetann

Ársfundur Alþjóða krullusambandsins, WCF, sem haldinn er í Cortina d'Ampezzo á Ítalíu í tengslum við Heimsmeistaramót karla í krullu, fer á spjöld sögunnar. Varaformaðurinn felldi formanninn í kosningu, fyrsta konan orðin forseti WCF.

Ice Cup: Ert þú búin(n) að skrá þig?

Skráningarfrestur á Ice Cup er til 15. apríl. Fjórtán lið komin á blað. Einstaklingar geta haft samband og fengið aðstoð við að mynda lið.

Krullan framundan - Opinn mánuður og skráningar í Ice Cup

Í dag er réttur mánuður þangað til Ice Cup hefst. Skráningarfrestur er til 15. apríl. Krullufólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst til að auðvelda skipulagningu. Margir "opnir" tímar í apríl en ekkert mót fram að Ice Cup.

Íslandsmótið i krullu: Mammútar sigruðu!

Mammútar unnu Garpa í úrslitaleik Íslandsmótsins, Víkingar unnu Fífurnar í leik um bronsið.

Íslandsmótið í krullu: Garpar og Mammútar leika um gullið

Mammútar unnu undanúrslitaleikinn gegn Fífunum og leika gegn Görpum um Íslandsmeistaratitilinn.

Íslandsmótið i krullu: Garpar beint í úrslitaleikinn

Garpar unnu slaginn gegn Mammútum og fara beint í úrslitaleikinn. Fífurnar unnu Víkinga.

Íslandsmótið í krullu 2010 - leikið til úrslita í dag

Úrslitaleikir Íslandsmótsins í krullu fara fram í Skautahöllinni á Akureyri í dag og hefjast kl. 16.30.

Íslandsmótið í krullu: Keppt um Wallace-bikarinn í níunda sinn

Um helgina verður keppt til úrslita um Íslandsmeistaratitil í krullu - Wallace-bikarinn, sem gefinn var Íslendingum af Tom og Sophie Wallace í Seattle í Bandaríkjunum. Þessir frumkvöðlar að upptöku krulluíþróttarinnar á Íslandi eru báðir látnir, Sophie lést síðastliðið sumar í hárri elli. Keppt er í níunda sinn um þennan bikar.