Öskudagsnammi

Aðalfjáröflun Listhlaupadeildar er að pakka öskudagsnammi og selja fyrirtækjum hér í bæ og annars staðar. Við erum byrjuð að pakka og iðkendur og nokkrir foreldrar hafa verið duglegir að bjóða fram aðstoð sína. En nú leitum við til ykkar foreldrar sem hafa kannski smá tíma og bíl til afnota með að keyra út namminu í fyrirtækin. Ef einhverjir hafa t.d. tækifæri til að keyra út að morgni eða strax eftir hádegi þegar flestir eru að vinna. Hafið endilega samband við Allý í síma 895-5804

Karlalandslið Íslands, endanlegur hópur

Ed Maggiacomo hefur nú valið endanlegan hóp sem
halda mun til Seoul í Kóreu í lok næsta mánaðar til
keppni í 2. deild Heimsmeistaramótsins í íshokkí.  Mikil
spenna ríkir fyrir þessa ferð því liðið er frekar heppið með
riðil og ljóst að allt getur gerst.  Mótherjar liðsins verða
Ástralíu, N-Kórea, S-Kórea, Mexíkó og Ísrael.  Allir
verða þessir leikir erfiðir en viðureignir Íslands gegn
Mexíkó, Ísrael og Ástralíu hafa verið jafnar og nú er gerð
krafa um verðlaunasæti, sem að þessu sinni er
raunhæfur möguleiki.  Leikmenn liðsins eru;

Kvennalandsliðið valið

Sarah Smiley, þjálfari kvennalandsliðsins hefur nú valið endanlegan hóp sem keppa mun í 3. deild heimsmeistaramóts IIHF í Miercurea Ciuc í Rúmeníu í næsta mánuði.  Í liðinu verða 12 leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar, og þeir eru;

Þriðjudagur 13.2

Það eru engar morgunæfingar á morgun þriðjudag.

Meira um 2. flokks leikinn

Það er óhætt að segja að 2. flokkur hafi átt stórleik gegn Birninum á laugardaginn en þetta var einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp, vörnin, sóknin og markvarslan.

2.flokkur SA - Björninn í gangi núna

2. flokks drengir berjast á svellinu núna 15. mín búnar og staðan 0 - 0. á 18. mínutu skoraði nr 19  Andri fyrir SA staðan 1 - 0.  SA skorað strax í upphafi annarar lotu staðan 2  -  0. SA skoraðu aftur á 4. mín 2. lotu staðan 3  -  0. SA skoraði 4. markið á 8. mín 2. leikhluta  staðan 4  -  0. SA skoraði 5. markið á 13. mín 2. leikhluta  staðan 5  -  0. Orri setti 6. mark SA manna á 13. mín 3. leikhluta  staðan 6  -  0.  Leiknum er lokið með sigri norðan manna 6 - 0.        Góóóóðir SA ..............

Yfirstandandi Leikur SA - Björninn Kvennaflokkur

Nú stendur yfir leikur í Mfl. kvenna og staðan er núna........

HALLÓ TAKIÐ EFTIR.

Í dag tekur kvennalið SA á móti Birninum klukkan 17.00 og 2.flokkurinn einnig á móti Bj klukkan 20.00  eru allir félagsmenn hvattir til að koma og sjá skemmtilegt hokkí.

Sigri stelpurnar í dag þá tryggja þær sér titilinn þetta tímabil.

F og G hópar

Á sunnudaginn 11. febrúar er ísæfing hjá F&G hóp klukkan 9:00 og afísæfing strax á eftir. Hanna verður með þessar æfingar.

Hanna Burnett

Hanna hafði samband við mig í gær. Hún var veðurteppt úti, vegna veðurs var ekkert flogið. Átti von á að hún kæmist í dag (föstudag). Hún er því ekki sjálf að þjálfa í dag en kannski á morgun. Stelpurnar Heiða, Erika og Ásta sjá um þjálfun á meðan. Góða helgi.