Næstu leikir

Næstu leikir: Tilkynning tekin af vef IHI;

Enn er mótanefnd ÍHÍ að störfum við það að endurraða leikjum eftir brotthvarf Narfa......

Breyting á tíma byrjenda á næsta fimmtudag

Vegna þess að Höllin seldi undan okkur tímann á milli 16 og 17 verður byrjendatíminn hafður með 6. og 7. flokki á milli kl. 17 og 18 Fimmtudaginn 21. sptember. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum óþægindum.   kveðja......stjórnin.

Skráning í Skautahöllinni á FIMMTUDAGINN 21.sept.

Á fimmtudaginn næsta verður Ollý í skautahöllinni á milli kl. 16 og 18 og tekur niður skráningar og greiðslur eða beiðni um skiptar greiðslur. !! MUNA NÚ !! ALLIR AÐ SKRÁ SIG !! Einnig er hægt að skrá sig á netinu með tenglinum hér til vinstri "skráning í félagið" og muna líka að vanda alla upplýsingagjöf og frágang.

SA vann Björninn 5 - 4 í framlengingu

 

morgunæfingar

Morguntíminn á fimmtudaginn 21/9 fellur niður hjá M og U hópum.

SA hafði sigur

SA sigraði Björninn í framlengdum fyrsta leik meistaraflokks karla í Íslandsmótinu 4- 5.

Staðan Björninn - SA

Hafði fréttir af því að staðan hefði verið 3 - 4 fyrir SA eftir 2 leikhluta, meira á eftir.

innritanir

Opinn  tíminn til innritunar á listskauta er á mánudögum frá 17:00-17:30 en ekki 17:45-18:15. Einnig er hægt að innrita á heimasíðunni. Einnig er opinn tími á miðvikudag 20/9  frá kl: 16:00-17:00

1. leikur í Mfl. á laugardag

Íslandsmótið í meistaraflokki byrjar á laugardaginn næsta. Þá mætast Björninn og SA í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 19.00. Eitt af því skemmtilega við þennan leik og lafnvel fleirri leiki þessara liða að þetta er nánast alíslenskt hokkí, svo nú er að sjá hvort eitthvað af getu og "lipurð" erlendu leikmannanna sem verið hafa í liðunum loði nú við íslenska kollega þeirra. Nú mæta leikmenn leikþyrstir á ísinn eftir langt hlé svo slá má föstu að framundan sé leikglaður og skemmtilegur leikur.  ÁFRAM SA....

Leikmenn.

Já! S.A. hefur ekki sagt sitt síðasta í "leikmannakaupum" í vetur. Þar sem Narfamenn hafa ákveðið að leggjast í dvala í vetur, hafa þeir Helgi Gunnlaugsson, Elvar Jónsteinsson og Sigurður "ekkert nema sigur" Sigurðsson boðað endurkomu í lið S.A. Með komu þessara þriggja manna mun S.A. án efa styrkjast til muna, hvort sem er í þyngd eða aldri...og auðvitað getu :) ÁFRAM S.A.!!!!