Ásynjur - Ynjur í Hertz-deild kvenna þriðjudag kl 19.30

Ásynjur taka á móti Ynjum þriðjudagskvöldið 10. janúar kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Bæði lið hafa nú þegar tryggt sig inn í úrslitakeppnina og eru jöfn á toppnum með 21 stig. Þetta er síðasta einvígi liðanna í deildarkeppninni svo leikurinn sker líklega úr um hvort liðið verði deildarmeistari. Frítt inn, pottþétt skemmtun ekki láta þig vanta.

Markaveisla hjá Ásynjum um helgina

Hertz-deild kvenna hélt áfram um helgina með tveimur leikjum þegar SR stúlkur komu norður og mættu Ásynjum á sínum heimavelli. Ásynjur höfðu yfirhöndina allan tímann og létu skotum sínum rigna yfir mark andstæðinganna. Samtals skoruðu Ásynjur 27 mörk í leikjum helgarinnar án þess að SR næði að svara fyrir sig. Álfheiður Sigmarsdóttir, markmaður Skautafélags Reykjavíkur, varði þó vel í báðum leikjunum en átti sannkallaðan stórleik á sunnudeginum þegar hún fékk á sig 100 skot.

MINNINGARSJÓÐUR MAGNÚSAR EINARS FINNSSONAR AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2017.

Æfingar hefjast í dag hjá listhlaupadeildinni

Í dag hefjast æfingar hjá listhlaupadeildinni samkvæmt tímatöflu. Byrjendur eru boðnir velkomnir á æfingu 4. hóps sem er frá klukkan 17:25 - 18:05 í dag.

Engin Krulla í kvöld

Krulluæfing 2. janúar fellur niður