Fyrstu umferð Húsbygg Bikarmótsins lokið

Húsbygg Bikarmótið fór af stað með látum í kvöld.

Húsbygg ehf. styrkir Bikarmótið

Samningar tókust við byggingafyrirtækið Húsbygg ehf. sem styrkir Bikarmótið 2008

Skautamót í Laugardal 5.-7 des. vasapeningur og fundarboð

Keppendur á mótinu um næstu helgi þurfa að hafa með sér 2000 krónur í vasapening, 1000 krónur fer upp í fæði í ferðinni og 1000 krónur fer í bíóferð á laugardeginum.

Þriðjudaginn 2. desember kl 18 er svo fundur í Skautahöllinni þar sem keppendur og foreldrar / forráðamenn geta fengið tækifæri til að spjalla við farastjóra um ferðina.

Við förum með flugi fram og til baka. Brottför frá Akureyri á föstudaginn er klukkan 17:25 og heim aftur á sunnudag frá Reykjavík klukkan 15, mæting er hálftíma fyrir brottför.

stelpurnar fá með sér blað heima af æfingu í dag með frekari upplýsingum.

 kveðja frá farastjórum.

Húsbygg Bikarmótið hefst í kvöld

Ellefu lið taka þátt að þessu sinni.

ávísanir frá Akureyrarbæ

Ef það eru einhverjir sem eiga eftir að koma með ávísun frá Akureryarbæ þá endilega hafið samband sem fyrst við Önnu  í síma 8624759.

Leikir laugardagskvöldsins

Leik meistaraflokks lauk með sigri SA 4 - 1.    Leik 3.flokks lauk með sigri Bjarnarns 5 - 6.

Mfl. SA - Björninn í gærkvöld

Leik liðanna í gærkvöldi sem var mjög jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, lauk með sigri SA 4 - 3.

Skautamót í Laugardal 5.-7 desember '08

Kæru iðkendur og foreldrar / foráðamenn.          

Helgina 5.-7. desember förum við á skautamót í Skautahöllinni í Laugardal.

Mót þetta er fyrir keppendur í eftirfarandi keppnisflokkum:

Stúlknaflokkur A (Novice), Unglingaflokkur A (Junior), Kvennaflokkur A (Senior),

8 ára og yngri A, 10 ára og yngri A, 12 ára og yngri A,

8 ára og yngri B, 10 ára og yngri B og 11 ára og yngri B drengir.

Nánari upplýsingar um mótið sjálf, keppendalista og drög að mótaskrá, er hægt að skoða á

heimasíðu Skautasambands Íslands: www.skautasamband.is

Við munum fara með flugi á mótið og heim aftur.

Brottför frá Akureyri er föstudaginn 5. desember kl. 17:25, mæting kl. 16:55 á flugvöllinn á Akureyri.

Brottför frá Reykjavík er sunnudaginn 7. desember kl. 15:00, mæting kl. 14:30 á flugvöllinn í Reykjavík.

Foreldrar/forráðamenn þurfa að passa upp á að keppendur mæti tímanlega á Akureyrarflugvelli á föstudeginum og taka á móti sínum konum þegar þær lenda á sunnudeginum um kl. 15:45

ÍSS mun sjá til þess að hópurinn verður sóttur á Reykjavíkurflugvöll á föstudagskvöldið og keyra okkur aftur í flug á sunnudeginum.

Hópurinn mun gista í Farfuglaheimili Reykjavíkur, Sundlaugaveg 34 (s: 553 -8110).Allir verða að taka með sér sængurföt og lök.


Keppendur munu þurfa að hafa með sér vasapening sem fer upp í fæði í ferðinni og afþreyingu á laugardeginum. Nánari upplýsingar um upphæðina á vasapening verða settar inn á heimsíðuna er nær dregur. Peninginn skal afhenda fararstjórum í upphafi ferðar.

Að lokum viljum við minna alla á að mæta hressar og kátar í ferðina, sýna félögum okkar, öðrum keppendum, þjálfurum og fararstjórum íþróttamannslega framkomu, virðingu og kurteisi.

Hlökkum til að fara með ykkur ;o)

kær kveðja  frá okkur fararstjórunum.

Hulda Björg Kristjánsdóttir huldabk@btnet.is gsm 8468675

Bryndís Björnsdóttir   dis@akmennt.is  gsm 8653700

Iðunn Árnadóttir í 3 sæti!

Því miður urðu þau leiðu mistök á Kristalsmótinu í Reykjavík að úrslit í flokki 10C, voru rangt reiknuð. Í ljós kom að Iðunn Árnadóttir úr SA, var í þriðja sæti! Hjartanlega til hamingju með það Iðunn, frábær árangur! Verðlaunin hennar verða send norður og við afhendum henni á æfingu þegar þau koma.
Sjá úrslit: http://www.skautafelag.is/gogn/urslit_kristalsmot.pdf 

Bikarmót krulludeildar 2008

Bikarmótið verður leikið á einni viku 1, 3, og 6 desember.