Skautahlaupið á miðvikudagskvöldum

Skautahlaup 16.okt-20.nóv. Miðvikudaga 19.30-21.05 og útiæfingar. Veturinn er á leiðinni! Það er æði að hreyfa sig úti og svífa á ísnum á svellinu á hlaupaskautum eða finna fyrir hraðanum i skautahöllinni. Skautahlaup er frábær æfing fyrir rass-og lærvöðvana og jafnvægið.

Samið við Jako til næstu þriggja ára

Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar (SA) hefur undirritað nýjan þriggja ára samstarfssamning við Jako sem mun sjá deildinni fyrir íþróttafatnaði. Mikil ánægja er meðal félagsins með samstarfið sem hófst á síðasta ári. Jako hefur frá upphafi veitt framúrskarandi þjónustu og hefur komið til Akureyrar til að halda mátunardaga fyrir iðkendur SA.

Heimaleikur SA taka á móti Fjölni á sunnudag

SA tekur á móti Fjölni í Toppdeild kvenna á sunnudag kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. Síðasti leikur var skemmtilegur en þessi verður enn skemmtilegri. Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og forsala miða og ársmiðasala á Stubb. Burger fyrir leik og í leikhléi. Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin. Forsala Miða kvenna: https://stubb.is/events/nKKwLn Ársmiðasala https://stubb.is/sa/passes

Flottur árangur á Haustmóti ÍSS

Þá er haustmóti ÍSS sem haldið var af Skautafélagi Reykjavíkur um helgina lokið. Við áttum 5 keppendur í ÍSS hluta mótsins og svo áttum við 7 keppendur í félagalínu hluta mótsins.