Ice Cup: Langar þig að leika með erlendum keppendum?

Erlendir keppendur sem hafa áhuga á að koma á Ice Cup óska eftir meðspilurum.

Janúarmótið 2010

Janúarmótið hefst mánudaginn 4. janúar.

Krullumaður ársins: Jón Ingi Sigurðsson

Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði Mammúta og íslenska landsliðsins, er krullumaður ársins 2009.

Ósigur gegn Birninum á heimavelli

Á sunnudaginn gerðum við okkur lítið fyrir og töpuðum fyrir Birninum á heimavelli, en það hefur ekki gerst í áraraðir.  Þrátt fyrir allt áttum við ágætan leik og fjöldi skota á markið segir allt sem segja þarf því á meðan við áttum 40 skot á mark Bjarnarmanna áttu þeir aðeins 16 á okkar mark, en nýttu færin sín hins vega mjög vel.  Það er því ljóst að vinnum ekki leiki með 69% markvörslu og ekkert annað í stöðunni en að endurskipuleggja varnarleikinn og senda markmennina til Síberíu.

Áramótamótið: Jólasveinarnir sigruðu!

Eitt fjölmennasta Áramótamót Krulludeildar frá upphafi fór fram í gærkvöldi, 38 þátttakendur, vel heppnuð og skemmtileg kvöldstund.

Gleðileg Jól og Farsælt komandi ár

Stjórn Hokkídeildarinnar sendir öllum iðkendum og velunnurum jólakveðjur og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða með ósk um farsælt komandi ár.

Jólahokkí kl. 12:00 í dag aðfangadag

Að venju verður jólahokkí kl. 12:00 í dag í Skautahöllinni.  Frá örófi alda hafa menn komið saman á aðfangadag og spilað hokkí í hátíðarskapi og búið til gott pláss fyrir jólasteikina.  Á þessum degi koma sama hokkímenn sem hér eru staddir á jólunum og oftar en ekki verður útkoman skemmtilegasta hokkí ársins.

Ice Cup - vantar gistingu

Tvö erlend lið hafa staðfest komu sína á Ice Cup, annað frá Bandaríkjunum og hitt frá Hvíta-Rússlandi. Heimagisting óskast.

Meistaraflokkur SA - Björninn 27. des. kl.17,30

Síðasti meistaraflokksleikur ársins verður spilaður á Akureyri þann 27. desember. Þar munu eigast við Akureyskir Víkingar og lið Bjarnarins. SRingar eru efstir með 19 stig eftir 10 leiki en SA og Björninn hafa spilað 9 leiki hvor og eru með 17 og 6 stig svo að með sigri í þessum leik myndi SA sigla inn í nýtt ár á toppi deildarinnar (o:    Liðin hafa spilað 4 sinnum hvort gegn öðru í vetur og hafa SAmenn alltaf haft betur en Bjarnarmönnum hefur tvívegis tekist að leggja SRinga svo allt getur gerst og víst að það verður mikil barátta og spenna og hægt að lofa hörkuleik sem enginn hokkíunnandi ætti að láta framhjá sér fara  ÁFRAM SA ..........

SKAUTABUXUR-SKAUTATÖSKUR FYRIR JÓL

Ég á til skautabuxur í stærð x-small, small, medium og x-large., 2 skautatöskur á ég líka í bláu og svörtu tilvalið í jólapakkan handa skautabarninu, passa líka fyrir skíðaskóna.. Mustraðar töskur eru væntanlegar um miðjan janúar.

Allý / 8955804 - allyha@simnet.is