Skiptimarkaður-kaupa-selja

Nú er það að gerast. Kominn er hérna í dálkinn til vinstri tengill með nafninu Skiptimarkaður og þar er hægt að lesa þær auglýsingar sem sendar eru inn á galli@sasport.is . Ef þú villt selja, kaupa eða skipta á hokkídóti sendu þá  inn auglýsingu á ofangreint netfang og fylgstu með á skiptimarkaðnum.

Skráning iðkenda

Þar sem vertíðin er að byrja er vert að benda iðkendum á að hægt er að skrá sig hér á síðunni með því að nota tengilinn neðst í valmyndinni til hér vinstri "Skráning í félagið", en passið að vanda allann innslátt og gefa allar nauðsynlegar upplýsingar. Skráningarnar verða svo yfirfarnar og þið fáið síðan staðfestingu í tölvupósti.

Breyting æfingatíma á sunnudagsmorgnum frá útsendum tímatöflum

Iðkendur athugið að vegna fjölda kvartana hefur röð flokkanna á tímtöflunni verið snúið við á sunnudagsmorgnum þannig að 6/7fl. byrjar kl. 10 5fl. kl. 11 og 4fl. kl. 12 . Ef þú hefur skoðun á þessu, sendu okkur þá póst á hokkistjorn@sasport.is

Skráning iðkenda

Þar sem vertíðin er að byrja er vert að benda iðkendum á að hægt er að skrá sig hér á síðunni með því að nota tengilinn neðst í valmyndinni til hér vinstri "Skráning í félagið", en passið að vanda allann innslátt og gefa allar nauðsynlegar upplýsingar. Skráningarnar verða svo yfirfarnar og þið fáið síðan staðfestingu í tölvupósti.

Loksins, Loksins íshokkí á fullt í næstu viku

Æfingar byrja samkvæmt æfingatöflu, sem er óbreytt frá síðasta vetri, á næsta þriðjudag þann 22. ágúst. Stóri bónusinn í þessa árs starti er svo að öllum íshokkíiðkendum er boðið upp á frían aðgang að svellinu á mánudaginn 22. og miðvikudaginn 24. frá kl. 13 til 15, föstudaginn 26. frá kl 13 til 16. og miðvikudaginn 31. frá kl. 13 til 15. og endilega að draga með sér vini og vandamenn sem líklegir eru til að vilja koma svo og æfa með okkur. Í þessum skrifuðum orðum er verið að bera út til allra iðkenda kynningar bréf vertíðarinnar sem einnig má lesa hér og aftan á bréfinu er tímataflan sem þú getur skoðað hér. Svo nú er bara um að gera að nota helgina til að dusta rykið af gallanum og gera allt klárt í slaginn

nú styttist það!!!

Já gott fólk nú fer það að styttast að við komust á skauta. Heyrst hefur að kóngurinn í skautahöllinni ( Viðar) ætli sér að búa til svell á næstu dögum, og hvetjum við fólk að fylgjast með gangi mála.