Æfingar samkvæmt tímatöflu hjá öllum flokkum á morgun!

Á morgun miðvikudaginn 2. janúar hefjast æfingar aftur að loknu jólafríi hjá öllum flokkum listhlaupadeildar! Það verða þó örlitlar tilfæringar á æfingatímum fyrstu 8-10 dagana þar sem við fáum til okkar gestaþjálfara frá Finnlandi eða hana Sönnu Maiju Wiksten. Iðkendur fá með sér bréf heim ef breytingar verða og einnig koma allar upplýsingar inn á heimasíðuna. Hlökkum til að sjá ykkur aftur!

Akureyrarmótið í krullu - frestaðir leikir

Miðvikudagskvöldið 2. janúar fara fram tveir frestaðir leikir í Akureyrarmótinu 2007:

Braut 2: Skytturnar - Svarta gengið
Braut 3: Garpar - Mammútar

Krulluvefurinn færður

Krulluvefurinn www.curling.is, heimasíða Krulludeildar SA, hefur nú verið færður undir vef Skautafélagsins hér á www.sasport.is. Megnið af efni vefsins eins og hann var áður hefur verið fært yfir á nýju síðuna en það sem eftir stendur, meðal annars mikið safn mynda, úrslit nokkurra móta og ef til vill eitthvað fleira smálegt, verður fært yfir á næstu dögum og vikum.

dans

 þeir iðkendur í 3, 4, 5 og 6 hóp sem ætla að halda áfram í dansinum eftir áramótin eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Allý sem fyrst í síma 8955804. Einnig eru þeir sem enn skulda dansinn fyrir áramót beðnir um að greiða það sem fyrst. Reikningsnúmer: 1145-26-005057; kt:510200-3060 og setja nafn iðkenda sem skýringu og/eða láta senda tölvupóst á allyha@simnet.is

 

SA - SR lokastaða 3 - 1

Leik kvöldsins lauk með sigri SA með 3 mörkum gegn 1 SRinga.   GÓÓÓÓÐIR SA !!!!!!!!!

S.A. vs S.R.

Laugardaginn 29 des. Fær S.A. Skautafélag Reykjavíkur í heimsókn. Þetta er síðasti leikur S.A. á þessu ári og ætla þeir sér ekkert annað en sigur. Við hvetjum alla að mæta á síðasta leik ársins og styðja S.A. Leikurinn hefst kl 18:00 ÁFRAM SA!!!!!!!!!!!!!

Fréttatilkynning frá Íþróttaráði Akureyrarbæjar.

Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi
sem haldið verður í Íþróttahöllinni fimmtudaginn 27. desember n.k. kl. 16:00. 
Öllum Akureyringum er unnið hafa til Íslandsmeistaratitils á árinu 2007 verður afhentur minnispeningur Íþróttaráðs. 
Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 195 íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er von Íþróttaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn og þjálfarar þeirra sjái sér fært að koma til athafnarinnar. Góðar veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar.

 

Gleðileg jól!

Kæru iðkendur, foreldrar og aðrir velunnarar deildarinnar! Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum góðar stundir á árinu sem er að líða!

Kveðja,

Stjórn og þjálfarar

Jóka íshokkíkona ársins

Stjórn ÍHÍ hefur valið hana Jóku okkar íshokkíkonu ársins og er hún vel að titlinum komin.  Textinn hér að neðan er tekinn af heimasíðu ÍHÍ

Jónína Guðbjartsdóttir er 26 ára Blöndósingur sem hóf að æfa íshokkí aldamótaárið 2000 þegar skautahöllin á Akureyri var tekin í notkun. Hún hefur því leikið með kvennaliði Skautafélags Akureyrar frá því að það var stofanð. Segja má að Jónína hafi spilað allar stöður á vellinum þvi að fyrstu tvö árin lék hún í marki. Haustið 2002 hætti hún í marki og hefur spilað bæði sem varnar og sóknarmaður síðan ásamt því að vera núverandi fyrirliði SA. Jónína hefur spilað alla leiki sem spilaðir hafa verið á íslandsmóti kvenna í íshokkí og unnið til sex Íslands-meistaratitla með liði sínu SA. Jónína hefur leikið alla landsleiki sem íslenskt kvennalandslið hefur spilað í alþjóðlegum mótum og var aðstoðarfyrirliði þegar liðið tók þátt í heimsmeitaramóti kvenna í Rúmeníu.

JÓLAKVEÐJA frá hokkídeild Skautafélags Akureyrar

Hokkídeildin óskar öllum iðkendum og velunnurum Gleðilegra Jóla og Farsæls Komandi Árs, og þakkar samveruna og aðstoðina á líðandi ári. Sjáumst hress og kát eftir frí og át  (O;