Ársmiðar og Stuðningamannakort nú fáanleg

Nú býðst SÖNNUM ÁHUGA OG STUÐNINGSMÖNNUM að kaupa Árskort á 8000 kr. Þau gilda á alla heimaleiki í Deildarkeppni Meistaraflokka Karla og Kvenna, en þeir eru 16 hjá körlunum en 10 kvennamegin.

Flöskusöfnun miðvikudaginn 31 ágúst

Miðvikudaginn 31 ágúst ætlum við að ganga í hús og safna flöskum með krökkunum. Mæting er 16:45-17:30 inn í skautahöll þar sem þið skráið ykkur og fáið götur til að fara í. Mjög mikilvægt að mæta inn í höll til að skrá sig !

Tímatafla haustannar 2011

Tímatafla haustannar 2011 er komin í valmyndina er til vinstri en þetta eru enn drög að tímatöflunni.

Keppni að hefjast um Deildarbikarinn

Á laugardaginn næsta kl. 16,30 hefst keppni um Deildabikarinn í Íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri með leikjum á milli SA-Víkinga sem eru núverandi Íslands og Deildar Meistarar og Bjarnarins sem vermdi neðsta sætið í fyrra en þeir eiga heimavöll í Egilshöllinni í Grafarvogi.

Forföll

Vegna veikinda mun Ivana sjá um morgunæfingu flokks 1 og Óla sér um æfingu flokk 2. Helga Margrét mun koma og leysa af allavega mánudag og þriðjudag.

Foreldrafélag hokkídeildar er tekið til starfa.

Ef þú átt barn sem er að æfa íshokkí í 3-7 flokk eða í byrjendahópnum þá er mjög mikilvægt að lesa þessa tilkynninu

Skautakjólar til sölu !!

Er með skautakjóla til sölu.

Ýmislegt

Þeir sem að þurfa að ná á mér vegna pappírs, skautatöskum/ hlífum og buxum, eru þeir beðnir að hringja eða senda SMS, netfangið mitt er bilað. Allý - 8955804

MONDOR skautavörur

Nú þegar vetrarstarfið er að hefjast er tilvalið að minna á að ég er með í umboðssölu MONDOR skautavörur frá Everest.    S.s. sokkabuxur, flísbuxur, skautahlífar o.fl.

Endilega hafið samband í síma 662 5260 eða rakelhb@simnet.is

Kveðja, Rakel Bragadóttir.

Krulluæfing mánudaginn 29. ágúst

Önnur krulluæfing "vetrarins" verður mánudagskvöldið 29. ágúst kl. 20. Mæting á fyrstu æfinguna núna í vikunni lofar góðu. Steinarnir renna og spennandi tímar framundan. Mættu!