Skiptimarkaður

Skiptimarkaður,,,,,,Nú er komið að því, við ætlum að vera með skiptimarkað

Nýr leikmaður í raðir SA

Skautafélagi Akureyri hefur nú borist liðsstyrkur fyrir komandi átök.  Ungur Tékki, búsettur hér á Akureyri rak óvænt á fjörur félagins á dögunum og var honum umsvifalaust troðið í skauta og rétt kylfa í hönd.  Kappinn starfar í byggingariðnaði og heitir Tomas Fiala og er 23 ára gamall.   Hann hefur reyndar ekki spilað hokkí í rúmt ár en spilaði síðast í 2. deild í Tékklandi.  Hann virðist engu að síður vera liðtækur á ísnum og mun væntanlega styrkja sóknina í vetur.

keppnisferðir

Á fundinum í kvöld var m.a. rætt um keppnisgjöld  á mótum og að hver keppandi greiði sitt keppnisjald sjálfur. Þetta hefur tíðkast í Reykjavík í nokkurn tíma. Keppnisgjald er 2000 krónur fyrir hvern skautara með 1 dans og 3000 krónur fyrir 2 dansa (þ.e. novice og junior). Hægt er að leggja inn á reikning 162-05-268545 í Landsbankanum og tilgreinið kennitölu keppanda. Kennitala Listhlaupadeildar er 510200-3060. Nánari upplýsingar í síma 849-2468 eftir kl. 16:00.

Fundur 31.10.2006

Foreldrar iðkenda sem keppa fyrir hönd Listhlaupadeildar takið eftir:
Hér með er boðað til fundar þriðjudagskvöldið 31. október kl. 20:00 í Skautahöllinni.
Rætt verður m.a. um mót vetrarins og keppnisferðir.
Áríðandi að mæta.

Stjórnin

3. og 4.fl. spila við OldBoys í kvöld kl. 21,00

Í kvöld kl. 21,00 verður leikur á milli ellinnar og æskunnar í Skautahöllinni. 3.flokkur, 4.flokkur og 3 STRÁKAR ÚR 5.FLOKKI, ÞEIR SIGGI, INGÞÓR OG BIRKIR spila við stóru strákana í OldBoys.                       Kveðja  Denni.

SA - Bethlehem Wicked 3 - 1

SA stelpur unn leikinn sinn í dag gegn Bethlehem Wicked 3 -1 og enduðu í 3. sæti á mótinu af 6.

Fjáröflun

Til að styrkja börnin okkar og félagið erum við með wc- og eldhúspappír  til sölu, þ.e.

börnin /foreldrar þeirra geta fengið hjá okkur pappír til að selja vinum og ættingjum.

Við erum einnig búin að gera samning við Endurvinnsluna um að þeir taki flöskur, dósir og gler sem fer inn á sér reikning. Taka þarf fram að það sé verið að leggja þetta inn á Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar og það þarf að kvitta fyrir það sem lagt er inn með nafni barns og/eða foreldra upp í endurvinnslu. 

Þeir peningar sem safnast með þessu móti munu renna í sameiginlegan sjóð sem notaður verður til að borga niður kostnað vegna ferð á mót, m.a. til að greiða niður gistingu, rútu osfrv. Einnig til að gera eitthvað skemmtilegt með og fyrir iðkendur í  yngri hópunum sem ekki fara í keppnisferðir.

Allar hugmyndir um frekari fjáröflun til að styrkja Iðkendur í Listhlaupadeildina okkar eru vel þegnar.

Ef ykkur vantar upplýsingar hafið samband við Allý í síma 895-5804 eða 462-5804

Óska eftir myndum frá Sparisjóðsmótinu

Iðkendur/forráðamenn

Allir þeir sem tóku myndir af Sparisjóðsmótinu um helgina og eru til í að senda mér nokkrar til að setja inná síðuna, þá endilega sendið þær til mín á

netfangið; krikri@akmennt.is

Með fyrirfram þökkum

Kristín K

Icelandair Cup

Kvennaliðið er nú í Reykjavík að taka þátt í Icelandair Cup í boði Bjarnarins.   Stelpurnar spiluðu sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöldið gegn Bison Ladies og gerðu sér lítið fyrir og unnu þann leik 4 - 1.  Mörkin skoruðu Sólveig Smáradóttir, Guðrún Blöndal, Jóhanna Sigurbjörg og Anna Sonja.

Í gærkvöldi spiluðu þær gegn Kingston Dimonds, sem talið er sterkasta liðið á mótinu, og töpuðu fyrir þeim 3 - 0.  Þær voru engu að síður ánægðar með árangurinn gegn sterku liði. 

Í dag spilar liðið tvo leiki, þann fyrri nú í hádeginu gegn dönsku liði og þann síðari í kvöld gegn Birninum.  Síðasti leikur liðsins verður svo á morgun.

Úrslit Sparisjóðsmóts!

Við óskuð öllum til hamingju með vel heppnað Sparisjóðsmót.  Allir stóðu sig vel bæði keppendur og þeir sem sýndu okkur listir sínar í hléi.  Úrslit mótsins eru undir "lesa meira".