28.09.2023
Á laugardaginn síðasta fór fram haustmót ÍSS í Egilshöll. SA átti 7 keppendur á mótinu.
Mótið hófst á laugardaginn með keppni í félagalínu hluta mótsins. Þar átti SA einn keppanda, hana Kristbjörgu Heiðu sem keppti í flokknum 12 ára og yngri. Hún stóð sig með mikilli prýði. Seinnipartinn var svo komið að keppni í ÍSS línu mótsins...
25.09.2023
SA Bikarmeistarar u14 í AA og A liða
SA liðin unnu bæði sigra á skemmtilegu og spennandi bikarmóti sem fór fram í Skautahöllinni um helgina. það Við þökkum Skautafélagi Reykjavíkur og Fjölni fyrir komuna og keppnina.
19.09.2023
Íþróttaráðstefna verður haldin í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og ÍBA. Tilgangur íþróttaráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir þá sem að íþróttum koma á margvíslegan hátt, m.a. íþróttafólk, þjálfara og foreldra, rannsakendur, nema og fagaðila, og deila þekkingu sinni og ræða viðfangsefni líðandi stundar í íþróttum. Þema ráðstefnunnar í ár er: Farsæll ferill: Íþróttaferill í meðbyr og mótbyr
15.09.2023
SA Víkingar hefja tímabilið í Hertz-deildinni um helgina þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum síðasta tímabils, Skautafélagi Reykjavíkur. Litlar breytingar eru á hóp SA Víkinga frá síðasta tímabili en hefur þó misst þrjá leikmenn en það eru landsliðsleikmennirnir Gunnar Arason, Heiðar Gauta Jóhannsson og Halldór Skúlason sem eru allir farnir til liða í Svíþjóð. En þrátt fyrir þennan missi er hópurinn þéttskipaður með góðri blöndu af gríðarlega sterkum reynsluboltum og enn stærri hóp ungra og efnilegra leikmanna sem hafa verið að gera sig gildandi í deildinni en einnig kemur ný kippa af leikmönnum inn úr unglingastarfinu. Nýr þjálfari er einnig kominn í brúnna en Jamie Dumont mun stýra liðinu í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir hans stjórn.
14.09.2023
Frábær spilamennska hjá SA liðinu í kvöld sem sýndi mikinn vilja og karakter með 6-1 sigri á Fjölni. Liðið er á mikilli siglingu í Hertz-deildinni ósigraðar eftir 3 leiki.
Mörkin:
Silvía Björgvinsdóttir 2
Jónína Guðbjartsdóttir
Amanda Bjarnadóttir
Magdalena Sulova
Sólrún Assa Arnardóttir
Shawlee Gaudreault með 94.4 % markvörslu.
11.09.2023
Jamie Dumont hefur verið ráðinn aðalþjálfari íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar. Jamie eins og hann er kallaður hefur störf fyrir félagið strax og stýrir sínum fyrstu æfingum í dag. Jamie verður aðalþjálfari meistaraflokka félagsins ásamt því að vera þróunarstjóri unglingaflokkanna U18, U16 og U14.