Ekki farið að hjóla á morgun

Vegna frekar leiðinlegrar veðurspár munum við ekki fara að hjóla á morgun, þess í stað verður afísæfing á hefðbundnum tíma í skautahöllinni. Æfingin verður með öðru sniði en venjulega, við gerum eitthvað skemmtilegt :)

KLEINU OG KERTA PENINGUR

Þeir sem eiga hjá mér pening eru beðnir að hafa samband strax og nálgast sinn pening.  KERTI:  Daníela, Urður Ylfa, Birna Pétursd., Elísa Ósk, Elva Hrund, Helga Jóhannsd. Karen Björk, Elsa Björg, Ásdís Rós, Snjólaug Vala, Elva Karítas, Berghildur, og Saga Snorrad.,,,  KLEINUR: Sara Júlía, Hrafnhildur Lára, Lóa Aðalheiður,,,

kv. Allý , 8955804 - allyha@simnet.is

Foreldrafundur varðandi sumaræfingabúðir 2009

Stuttur foreldrafundur vegna æfingabúða 2009 verður þriðjudaginn 28. júlí kl. 18-19 í fundarherbergi skautahallarinnar. Vonumst til að sjá sem flesta!

Afísæfingar vikuna 27. -31. júlí

Hér er plan yfir næstu viku, vikuna 27. - 31. júlí. Athugið að kíkja vel yfir þetta plan!!

Jæja þá fer það að styttast....

Hérna er linkur á smá góðgæti fyrir þá sem ekki geta beðið eftir að komast á ís...

Drög að tímatöflu haustannar 2009 og nýtt fyrirkomulag hópaskiptinga

Nú eru komin drög að tímatöflu haustannar 2009 og einnig upplýsingar varðandi nýtt fyrirkomulag hópaskiptinga. Hóparnir fá ný nöfn og við munum bjóða upp á sýningarhóp sem er nýjung. Hvetjum alla til að kynna sér þetta (allt í valmyndinni til vinstri). Að öllum líkindum verða einhverjar breytingar og biðjum við fólk að hafa það í huga. Hópaskiptingarnar sjálfar verða ekki birtar fyrr en um miðjan ágúst, engar upplýsingar verða gefnar upp fyrr en þá.

Nánari upplýsingar vegna sumarbúða LSA 2009

Komnar eru inn nánari upplýsingar um æfingabúðir LSA sem hefjast 4. ágúst í valmyndinni til vinstri undir "Sumaræfingarbúðir LSA 2009". Drög að hópaskiptingum, ítarleg tímatafla og tékklisti er komið þar inn og munu frekari uppýsingar bætast þar inn jafnt og þétt, s.s. matseðill, upplýsingar fyrir iðkendur og foreldra og annað.

Skiptimarkaður LSA

Þá fer senn að líða að því að næsta skautatímabil hefjist hjá okkur. Það er mjög mikilvægt að allir fari að kanna hvort þeir þurfi nýja skauta, kjóla og annað fyrir næsta vetur. Eins og allir vita þá hafa skautar og blöð hækkað gífurlega í verði í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og því setjum við nú inn skiptimarkað inn á heimasíðuna til að aðstoða fólk við að selja eða auglýsa eftir skautavörum af ýmsu tagi. Skiptimarkaðinn má finna í valmyndinni neðst til vinstri eða með því að ýta HÉR. Við biðjum fólk um að senda upplýsingar á skautar@gmail.com (nánari upplýsingar á síðunni um skiptimarkað) og ekki gleyma að láta vita ef taka má auglýsingu út! Vonumst til þess að þetta geti hjálpað :)

Afísæfingar vikuna 20.-24. júlí

Hér kemur æfingaplan fyrir næstu viku. Helga Margrét er þá komin aftur og verða æfingar alla virka daga fram að æfingabúðum. Endilega hvetjum alla til að mæta vel í þessa tíma, bæði þá sem verða með í 4 vikur, 2 vikur eða jafnvel ekki með í æfingabúðunum. Það er ekki gaman að byrja nýtt skautaár illa! Það er mikið skemmtilegra að byrja árið í góðu formi og eins og þið vitið þá verða framfarirnar svo miklu hraðari eftir því sem líkamlegt form er betra. 

Afísæfing hjá Audrey Freyju

Hér eru skilaboð frá Audrey Freyju sem hún sendi á facebook síðunni. Hér er slóðin inn á síðuna fyrir þá sem ekki eru enn búnir að gerast meðlimir: http://www.facebook.com/group.php?gid=103694271496