27.02.2019
Íslandsmótið hófst á mánudagskvöldið.
26.02.2019
2. flokkur Skautafélags Akureyrar fékk afhentann Íslandsmeistarabikarinn um helgina en liðið tryggði sér sigur í Íslandsmótinu í byrjun febrúar. Liðið er með afgerandi forystu í deildinni eða 25 stig á móti 16 stigum SR sem er í öðru sæti en SA liðið hefur unnið 8 af 10 leikjum sínum í vetur. Glæsilegur árangur hjá liðinu okkar og við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með árangurinn.
26.02.2019
Kvennalið SA vann 7-5 sigur á Reykjavík í Hertz-deild kvenna um helgina. Leikurinn var jafnari en oft áður í vetur og var spennandi allt fram á lokamínútur leiksins. SA er með sigrinum þá enþá taplausar í vetur þegar 9 leikir eru spilaðir.
25.02.2019
SA Víkingar unnu 5-3 sigur á SR í spennandi leik á laugardag. SA Víkingar voru í bílstjórasætinu lengst af en SR komst inn í leikinn í 3. lotu og náðu að minnka muninn í eitt mark en nær komust þeir ekki. Þetta var síðasta einvígi þessara liða áður en þau mætast í úrslitakeppninni sem hefst 12. mars í Skautahöllinni á Akureyri.
22.02.2019
Marta María Jóhannsdóttir var valin fulltrúi Íslands á Eyof 2019 í listhlaupi. Mótið fór fram í Zarajevo dagana 9-16. febrúar.
22.02.2019
Fréttir frá Norðurlandamótinu í Listhlaupi sem fram fór í Linköping í Svíþjóð dagana 6.-10. febrúar síðastliðinn. Þar átti LSA þrjá keppendur, þær Aldísi Köru, Ásdísi Örnu Fen og Júlíu Rós
22.02.2019
Mótstilkynning Vinamóts Frost 2019
20.02.2019
Á laugardag verður sankallaður hokkídagur í Skautahöllinni en þá fara tveir leikir fram, SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Hertz-deild karla kl. 16.30 og SA tekur svo á móti Reykjavík í Hertz-deild kvenna kl. 19.30. Aðgangseyrir er 1000 kr. á fyrri leikinn, frítt inn fyrir 16 ára og yngri og svo er frítt inn á seinni leikinn. Þettar eru jafnframt síðustu heimaleikir liðanna okkar fyrir úrslitakeppni. Bæði lið hafa nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og heimaleikjarétt. Úrslitakeppni karla hefst 12. mars og úrslitakeppni kvenna 16. apríl.
19.02.2019
Í kvöld fer fram leikur í 2. flokki en þá tekur SA á móti SR. Leikurinn hefst kl. 19.30 og verður eflaust bráðfjörugur á að horfa. SA er með 25 stig í deildinni en SR 13.
17.02.2019
Garpar Gimli Cup meistarar