Íslands/vetrar/aðventumót

SA fékk eitt gull og tvö brons á íslands- vetrar og aðventumóti sem fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Helga Jóhannsdóttir sigraði í flokki Novice, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í þriðja sæti í flokki 10A og Emilía Rós Ómarsdóttir í flokki 8B. Iðkendur voru félaginu til sóma bæði innan sem utan íssins. Til hamingju allir.

 

 

 

SKAUTATÖSKUR OG SKAUTABUXUR / JÓLAGJÖFIN Í ÁR

 Skautatöskurnar og skautabuxurnar  eru komnar og þeir sem hafa áhuga á þeim fyrir jólin þurfa að panta þær fyrir 12. des. Hægt er panta þær og skoða á miðvikudaginn í skautahöllinni milli kl. 17 - 18:30 eða senda SMS  í síðasta lagi 12. des.  

ALLÝ,,  S- 895-5804

Svarta gengið Bikarmeistarar 2008

Svarta gengið sigraði Riddara í jöfnum og spennandi leik.

Undanúrslit Bikarmótsins

Svarta gengið og Riddarar í úrslitin.

SA stelpur unnu í gærkvöldi

Fyrri leik helgarinnar milli Bjarnarins og SA í mfl. kvenna lauk með sigri SA  3 - 4.

Æfingar 5.-7. desember

Það verða breyttar æfingar föstudaginn-sunnudaginn næsta vegna Íslandsmeistaramóts um helgina. Sjá lesa meira.

3.flokkur FRESTUN á leik helgarinnar

Leik Bjarnarins og SA í 3ja flokki karla sem leika átti á morgun laugardag í Egilshöllinni hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem ekki tókst að fá dómara á leikinn. Ekki hefur verið ákveðin ný dagsetning fyrir leikinn.

Æfing hjá 4-5 flokk kl 9 á laugardag og markmenn kl 10.

Bikarúrslitin á laugardagskvöld

Sýnum samstöðu og mætum á laugardagskvöld. Veitingar í boði.