Haustmótið 2017

Haustmótið heldur áfram í kvöld.

Ekki Krulla í kvöld

Krullutími kvöldsins færður yfir á morgundaginn.

Seinni dagur ÍSS Bikarmóts - Marta María sigraði Junior

Nú er síðari keppnisdegi á Bikarmóti lokið. Marta María Jóhannesdóttir kom sá og sigraði á þessu fyrsta móti sínu í junior flokki. Marta náði fyrsta sætinu örugglega með heildarstig uppá 94,75. Hún skautaði free prógrammið sitt dæmalaust vel í dag og fékk fyrir það 60,80 stig. Í Advance Novice dró Ásdís Arna sig út úr keppni síðari daginn vegna meiðsla en þær Aldís Kara og Rebekka Rós skautuðu afar vel í dag. Aldís Kara landaði öðru sæti með góðu free prógrammi og fékk fyrir það 46,19 , samtals 71,76. Rebekka hafnaði í þriðja sæti í dag, fékk 43,86, heildarstig 70,73. Í flokki basic Novice B hætti Eva Björg keppni en Hugrún Anna skautaði vel, fékk 17,14 stig og hafnaði í 13 sæti. Vegna meiðsla drógu þær Briet Berndsen og Emilía Rós sig úr keppni fyrir mót.

Fyrri keppnisdegi á Birkarmóti ÍSS lokið

Þessa helgi stendur yfir Bikarmót Skautasambands Íslands í Laugardalnum þar sem Listhlaupadeild SA á 16 keppendur að þessu sinni. Nú þegarr fyrri keppnisdegi er lokið hafa unnist tvö gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Allar LSA stúlkurnar stóðu sig frábærlega í dag eins og venja hefur verið.

Alþjóðlegi hokkístelpudagurinn tókst frábærlega

Alþjóðlegi Stelpuhokkídagurinn sem fram fór síðustu helgi vakti mikla lukku ekki síður erlendis sem hérlendis. Um 45 stelpur á aldrinum 4-15 ára mættu hingað í Skautahöllina til okkar og prufuðu hokkí í fyrsta sinn og aðrar 50 stelpur í félaginu komu einnig og skemmtu sér saman. Það voru settar upp æfingar þar sem stelpurnar æfðu skautatækni, skot, sendingar og vítaskot. Seinna var spilaður leikur við stelpur á landsliði Íslands og svo var fengið sér heit kakó og kleinur í lok dagsins.

SA Greifamótið í Skautahöllinni um helgina (dagskrá)

Greifamót 5. 6. og 7. flokks verður haldið í Skautahöllinni hjá okkur um helgina, 14. og 15. október, þar sem rúmlega 150 keppendur frá félögunum þremur munu etja að kappi. SA sendir um 95 keppendur til leiks í þetta sinn sem er fáheyrður fjöldi í þessum aldursflokkum og mörg börn sem eru að keppa í fyrsta sinn. Leikirnir hefjast á laugardagsmorgun kl 8.00 og standa yfir til kl 19 og svo heldur fjörið áfram á sunnudagsmorgun kl 8.00 en mótið klárast kl 13 með verðlaunaafhendingu og pizzuveislu. Hér má sjá dagskrá mótsins.

Engin Krulla í kvöld

Ekki verður krullutími í kvöld

SA Víkingar með sannfærandi sigur á Birninum

SA Víkingar unna 5-4 sigur á Birninum í Hertz-deildinni í kvöld eftir ævintýralega endurkomu líkt og þegar sömu lið mætust í fyrsta leik tímabilsins. Björninn náðu 3-0 forystu um miðja fyrstu lotu en SA Víkingar unnu sig hægt og bítandi til baka inn í leikinn og náðu að snúa stöðunni 5-3 forystu í lok annarar lotu áður en Björninn náðu að minnka muninn í eitt mark. SA Víkingar eru því enn á toppi deildarinnar með 15 stig eftir 6 leiki en aðeins Esja geta ógnað Víkingum á toppnum en þeir eiga tvo leiki til góða.

Haustmótið 2017

Haustmót 2017 1. umferð

Stelpuhokkídagur sunnudag kl. 13-15 frítt inn stelpur!

Alþjóðlegi stelpu hokkídagurinn verður haldinn hátíðlegur í Skautahöllinni á Akureyri sunnudaginn 8. október frá kl 13.00-15.00. Öllum stelpum sem langar að prófa hokkí er boðið frítt inn og fá allann búnað lánaðan á staðnum. Það er venjulegur almenningstími á sama tíma á svellinu og það þarf því að taka fram í afgreiðslunni ef þið viljið prófa hokkí.