Bautamótið 4. og 5. feb. 2006 dagskrá

Hér er dagskrá Bautamótsins um næstu helgi, með fyrirvara um breytingar eða villur.

Úrskurður dómstóls ÍSÍ í máli Bjarnarins gegn SA

Þau tíðindi gerðust nú áðan að dómsorð voru birt í ofangreindu máli og var niðurstaðan sú að kærunni var vísað frá dómi sökum þess að grein 10.7.2 sem kært var eftir á eingöngu við um úrslitakeppni en ekki undankeppni. Sem sagt málið féll SA í vil. Hér má lesa dóminn í heild sinni.

Til iðkenda!

Þjálfarar vilja minna iðkendur á að mæta ALLTAF 30 mínútum fyrir hvern ístíma til að hita upp.  Það er bráðnauðsynlegt að hita upp til að fyrirbyggja meiðsli og hita líkamann upp, það er líka staðreynd að góð upphitun hefur mikil áhrif á framfarir. 

SA - SR

Lokatölur í leik SA - SR urðu 3 : 13

Staðan í Narfi - Björninn

Staðan eftir 1. leikhluta 0 : 2 fyrir Björninn, eftir 2. leikhluta 1: 4, úrslit leiksins 2 : 5

Næstu leikir í mfl. karla

Á laugardaginn næsta 28.jan. spila Narfi og Björninn kl:17,00 og síðan SA og SR kl:20,00 og held ég að óhætt sé að lofa þar hörkuleik sem vert er að sjá. Nú ríður á að allir mæti og styðji okkar menn.

Frá stjórn hokkídeildar SA

Stjórn hokkídeildar SA vill þakka Sollu fyrir þá drengilegu framkomu að gangast við mistökum sínum. Öll gerum við mistök, það er partur af  því að takast á við hina ýmsu hluti og er bara eðlilegt, en það þarf sannanlega bæði hugrekki og heiðarleika til að kannast við mistök sín og draga af þeim lærdóm og með þessu sýnir Solla að hún er vissulega sú fyrirmynd sem hún vill vera.

Til þeirra er málið varðar

Akureyri 25.01.2006

Skautafélag Akureyrar, félagar og velunnarar félagsins,

Mig langar að biðjast afsökunar á slæmri hegðun minni eftir leik okkar stelpnanna í Egilshöll  laugardaginn 21.janúar síðastliðinn. Þar sem ég vanvirti dómara leiksins all hraustlega. Ég var mjög reið og  tapsár í bland, en hefði betur bitið í tunguna á mér og bölvað í hljóði eins og sönnum íþróttamanni sæmir.

Síðustu leikir meistaraflokka SA

Á laugardaginn síðasta spiluðu stelpurnar við Björninn og töpuðu naumlega 4:3 í spennandi leik og í gærkvöldi spiluðu strákarnir við Narfann þar sem úrslitin urðu 8:4 fyrir SA

Skemmtilegu Landsbankamóti lokið

Um nýliðna helgi var haldið hokkímót í Egilshöll fyrir yngstu meðlimi hokkífélaganna og lögðu SA ungliðar því land undir rútu um hádegi á föstudaginn og héldu til Reykjavíkur til að taka þar þátt. Hópurinn, hátt í 40 krakkar plús fararstjórar gistu á Farfuglaheimilinu í Reykjavík eins og oft áður við frábæra aðstöðu og gott atlæti. Auk þess að keyra hópinn suður og til baka, ferjaði Einar á Eyrarlandi hópinn að og frá Egilshöll alla helgina og kunnum við honum bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu og þolinmæði. Auk þess að spila hokkí dag inn og dag út voru viðburðir eins og Keila og pissaveisla. Ég held að segja megi að allir hafi skemmt sér hið besta og 6. og 7. fl. héldu uppi heiðri SA með því að vinna sinn hvorn leikinn, en aðrir leikir töpuðust, sumir með litlum mun en aðrir stærra en það sem mest er um vert er að allir höfðu gaman af og komu heim reynslunni ríkari. SA Þakkar fararstjórum og skipuleggjendum kærlega fyrir og eins sendum við bestu kveðjur til Skautafélagsins Bjarnarins og þökkum skemmtilegt mót.