29.03.2018
Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla í íshokkí hefst næstkomandi þriðjudag, 3. apríl þegar SA Víkingar taka á móti Esju í 1. leik í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 19.30. SA Víkingar eru deildarmeistarar en það telur bara ekki neitt í úrslitakeppninni. Leikir liðanna hafa verið svakelga jafnir og spennandi í vetur þar sem 4 af 6 leikjum hafa farið í framlengingu eða vítakeppni. SA Víkingar unnu Esju í úrslitakeppninni árið 2016 en Esja vann 2017. Hver verður Íslandsmeistari árið 2018? Mætum í Skautahöllina og styðjum okkar lið til sigurs. Aðgangseyrir 1500 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
28.03.2018
Akureyri komst á top 10 lista yfir bestu hokkíborgir Evrópu samkvæmt Flight Network sem stærsta ferðavefsíða í Kanada. 58 borgir komu til greina í valinu og var Akureyri í 10. sæti á þeim lista en Moskva var í fyrsta sæti og Helsinski í Finnlandi í sætinu á undan Akureyri. Neðar á listanum eru ekkert minni hokkíborgir heldur en Stokkhólmur og Malmö. Í umsögn Flight Network segir að borgin sé lítil og telji aðeins um 18.000 manns en þrátt fyrir það er fer orðspor þess sem hokkí elskandi mekka vaxandi og er að verða nokkuð þekkt sem slík á alþjóðavísu. Þá er farið yfir sögu íshokkís á Akureyri og hokkíliðinu hampað fyrir yfirburði þeirra í Íslandsmótinu síðustu 25 ár og að á Akureyri hafi verið haldið Heimsmeistaramót í íshokkí á síðasta ári. Það má því segja að Innbæjingar hafi því loksins fengið staðfestingu á því sem þeir hafa alltaf haldið fram að Akureyri sé í raun einn mesti hokkíbær í Evrópu.
25.03.2018
Garpar og Riddarar leika um Íslandsmeistaratitilinn 2018.
23.03.2018
Breytt tímatafla verður í páskafríinu frá 26. mars til og með 2. apríl. Opið fyrir almenning alla daga frá kl. 13 til 16 og æfingar verða því bæði á morgnanna fyrir það og aftur eftir kl. 16. Páskatímatöfluna má finna hér vinstra megin í valmyndinni. Gleðilega skauta páska.
23.03.2018
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí mætir Tapei í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Valdemoro á Spáni. Ísland getur með sigri náð silfurverðlaunum á mótinu sem er þá besti árangur sem íslenska kvennalandsliðið hefur náð á stórmóti. Leikurinn hefst kl 12.00 og er í beinni útsendingu hér.
19.03.2018
Sarah Smiley skoraði 4 mörk og átti tvær stoðsendingar í glæsilegum sigri Íslands á Nýja-Sjálandi á heimsmeistaramótinu í gær. Sarah lagði upp tvö fyrstu mörk Íslands í leiknum en Nýja-Sjáland leiddi 3-2 þangað til 4 sekúndur voru eftir af leiknum en þá skoraði Sarah jöfnunarmark Íslands. Leikurinn fór í framlengingu og svo vítakeppni þar sem Sarah tók sig til og jafnaði metin í 5. víti Íslands. Hún var svo látin taka 6. og 7. vítaskotin og skoraði örugglega úr öllum þremur vítunum og tryggði Íslandi mikilvægan sigur í baráttunni um verðlaunarsætin á heimsmeistaramótinu. Glæsilegur leikur hjá okkar stelpum og þá sérstaklega hjá Söruh sem liðsfélagar völdu sem töframann leiksins. Ísland á frídag í dag en mætir Tyrklandi á morgun kl 12.00 á íslenskum tíma og er sýndur beint hér.
18.03.2018
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí mætir Nýja-Sjálandi í dag kl 15.30 í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Valdemoro á Spáni. Íslenska tapaði naumlega gegn heimaliði Spánar í gær. Bein útsending er frá leiknum í dag útsendinguna má finna hér.
16.03.2018
Kvennalandslið Íslands í íshokkí hefur keppni á morgun, laugardag, á heimsmeistaramótinu í II deild B sem fram fer í Valdemoro á Spáni. Fyrsti leikur liðsins er gegn heimaliði Spánar og hefst leikurinn kl. 19.15 á íslenskum tíma en beina útsendingu frá leiknum má finna hér.
14.03.2018
Garpar tryggðu sig í úrslitaleikinn í kvöld.
13.03.2018
SA Víkingar taka á móti SR í kvöld í Hertz-deild karla í Skautahöllinni á Akureyri og hefst leikurinn kl 19.30. SA Víkingar eru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en SR sigla lignan sjó í síðasta sæti deildarinnar. Aðgangseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.