01.02.2013
Núna um helgina, 2.-3. febrúar, fer fram hokkímót í 5., 6. og 7. flokki, SA barnamótið. Vegna mótsins fellur niður almenningstími á laugardag og frestast um klukkustund á sunnudag.
01.02.2013
SA-stelpurnar Hrafnhildur Ósk og Elísabet Ingibjörg fara aftur á svellið á morgun, laugardag, þegar keppt verður í frjálsu prógrammi.
01.02.2013
Ásynjur tóku á móti Birninum í lokaleik sínum í deildarkeppninni og kórónuðu frábært tímabil með öruggum sigri. Liðið vann deildarkeppnina örugglega, tók 34 af 36 stigum sem í boði voru.
01.02.2013
Víkingar mættu Húnum á Íslandsmótinu í íshokkí karla í gærvköldi og sigruðu nokkuð auðveldlega, 8-2 (2-2, 3-0, 3-0). Lars Foder var atkvæðamestur heimamanna.
31.01.2013
Víkingar mæta Húnum í mfl. karla og Ásynjur mæta liði Bjarnarins í mfl. kvenna. Fyrri leikurinn hefst kl. 18, en hinn síðan strax að honum loknum, væntanlega um 20.30-21.00.
31.01.2013
Stelpurnar okkar hefja keppni á Norðurlandamótinu síðdegis. Hægt verður að sjá þær í beinni útsendingu í gegnum heimasíðu Skautasambandsins.
30.01.2013
Þá eru myndir tilbúnar úr þessu frábæra mót.
30.01.2013
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir keppa með landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í listhlaupi á skautum á næstu dögum. Sterkasta mót sem þær hafa tekið þátt í.