01.05.2024
Það er nokkuð um liðið síðan ljóst var að U16 lið okkar, Víkingar væru orðnir Íslandsmeistarar. Það kom í ljós eftir næst síðasta leik liðsins sem fram fór við Fjölni þann 13. apríl að liðið hefði tryggt sér titilinn. Síðasti U16 leikur tímabilsins fór svo fram í skautahöllinni á Akureyri fimmtudaginn 18. apríl, innbyrðis leikur milli SA liðanna Jötna og Víkinga þar sem Jötnar fóru með sigur af hólmi í geysi spennandi leik.
U16 Jötnar enduðu í 3. sæti í mótinu að þessu sinni en leikirnir hafa yfirleitt verið mjög spennandi ekki síst innbyrðis leikir SA liðanna.
21.04.2024
Leikjum U18 liðs SA á tímabilinu lauk nú um helgina þegar liðið skrapp í borgina og lék gegn SR á föstudagskvöldinu og Fjölni á laugardag.
Það var í febrúar sem ljóst var að liðið væri orðið Íslandsmeistari, SA íslandsmeistarar í U18 því hvorugt lið andstæðinganna mundi ná þeim að stigum þó nokkrir leikir væru eftir. Þessi ungmenni eru þéttur og góður hópur þó nokkuð reynslumikilla leikmanna þrátt fyrir ungan aldur þar sem mörg þeirra hafa leikið með landsliðunum okkar um tíma. Þau eru góðir félagar sem hefur skapað góða liðsheild meðal leikmanna og skilað sér í velgengi.
20.04.2024
Karlalandsliðið í íshokkí er nú statt í Belgrad í Serbíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir Heimsmeistaramótið í II deild A sem hefst á morgun. Íslenska liðið mætir Króatíu á morgun í opnunarleik mótsins kl. 10:30 á íslenskum tíma. Í riðlinum eru auk Íslands og Króatíu, heimaliðið Serbía, Ástralía, Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fylgjast má með úrslitum og tölfræði mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins en við munum einnig deila streymi á leikina á facebooksíðu íshokkídeildar fyrir fyrsta leik.
07.04.2024
Kvennalandsliðið í íshokkí hefur leik á Heimsmeistaramótinu í 2. deild A í dag sem fram fer í Andorra. Spánverjar halda mótið en mótsstaðurinn er Andorra sem er lítið ríki á milli Spánar og Frakklands. Í riðlinum eru auk Íslands, Kasakstan, Belgía, Taívan, Mexíkó og Spánn. Ísland mætir Spáni í fyrsta leik og hefst leikurinn kl. 18:00 á íslenskum tíma en beina útsendingu frá leiknum og öllum öðrum leikjum má finna á þessari síðu hér en það þarf að búa til agðgang en kostar ekki neitt. Fylgjast má með úrslitum og tölfræði mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins.
06.04.2024
Kríla námskeið í íshokkí fyrir börn fædd 2018, 2019 2020. 5 æfingar í apríl (9. 11. 16. 18. og 23. apríl) verð 7.000,- Allur búnaður innifalinn.
Þriðjudögum og fimmtudögum kl 17 - 17:45 (mæta 20 mínútum fyrir fyrstu æfingu)
Skráning á https://www.abler.io/shop/sa/ishokki
Aðrar upplýsingar: hockeysmiley@gmail.com
03.04.2024
Engir Íslandsmeistaratitlar í hokkíbæinn Akureyri í meistaraflokkum í ár því báðir titlarnir fóru suður – einn í Grafarvog og hinn í Laugardalinn. Kvennaliðið tapaði sínu einvígi 1-3 á útivelli í Egilshöll á meðan karlaliðið tapaði 2-3 í oddaleik á heimavelli á fimmtudag.
Vonbrigði á vonbrigði ofan í Innbænum segja margir eftir frábært tímabili beggja liða í deild þar sem deildarmeistaratitlar unnumst sannfærandi. Staðreyndin er hinsvegar sú að bæði frammistaðan og árangurinn er meira en viðunandi. Samkeppnin er af hinu góða og Reykjavíkurfélögin vel að titlum sínum komin...