Sumarhokkískólinn að hefjast

Sumarhokkískólinn fyrir iðkenndur hefst 1. ágúst og stendur yfir fyrstu 3 vikurnar í ágúst. Leikmenn fara daglega á svellið, afísæfingar, fræðslustundir og kylfu- og skotæfingar. Frábær undirbúningur fyrir tímabilið þar sem iðkenndur sjá miklar framfarir. Skráning: https://www.sportabler.com/shop/sa/ishokki

Sami á förum til Þýskalands

Yfirþjálfari Skautafélags Akureyrar Sami Lehtinen hefur lokið störfum fyrir félagið. Sami sem hefur starfað sem yfirþjálfari SA í 3 tímabil á síðustu fjórum árum skilur við félagið á góðum stað en Sami hefur skilað frábæru starfi og skilur eftir sig mikla þekkingu. Meistaraflokkarnir og unglingaliðin sem Sami hefur haft yfirumsjón með hafa vaxið á þessum tíma og verið gríðarlega sigursæl. Sami þjálfaði meistaraflokka félagsins til 5 Íslandsmeistaratitla ásamt fjölmargra titla í unglingaflokkum. Sami tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá EHC Freiburg í DEL2 í þýskalandi á næstu leiktíð.

Byrjendanámskeið á listskautum í ágúst

Byrjendanámskeið hjá listskautadeild SA verður á þriðjudögum og fimmtudögum fyrstu þrjár vikurnar í ágúst. Opnað hefur verið fyrir skráningar á sportabler.com/signup með kóðanum WHIQTC Verð 20.000 kr Nánari upplýsingar á formadur@listhlaup.is