26.08.2021
Takið 10 mínútur frá kl. 15 í dag því þá skautar Júlía Rós stutta prógrammið sitt á Junior Grand Prix í Courchevel í Frakklandi. Útsendingin er í beinni hér. Sendum hlýja strauma til Frakklands 👏
26.08.2021
Byrjendaæfingar í listhaupi og íshokkí fyrir 4 ára og eldri eru nú í fullum gangi. Listhlaupaæfingar eru mánudaga og miðvikudaga kl. 16:30-17:15 og íshokkíæfingar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00-17:45 og frítt að prufa í tvær vikur.
23.08.2021
Júlía Rós Viðarsdóttir bætti besta árangur Íslendinga á Junior Grand Prix í Courchevel í Frakklandi nú á föstudag þegar hún náði 111,54 stig og náði 16. sæti. Hún átti góðan dag og skautaði fallegt prógramm, endaði með 72,19 stig fyrir free prógrammið og lenti þar í 13. sæti og samtals eftir bæði prógrömm fékk hún 111,54 stig.
12.08.2021
Frítt 4 daga byrjendanámskeið í Lishtlaupi og Íshokkí fyrir 4 ára og eldri verður haldið daganna 16.-19 ágúst. Allur búnaður er innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Listhlaupa æfingarnar eru kl. 17:00-17:45 og íshokkí 17:45-18:30.