31.07.2015
Það verður líf og fjör um helgina í skautahöllinni þar sem Landsmót UMFÍ fer fram. Dagskráin hefst kl 10.00 á laugardag með keppni í Listhlaupi en nánari tímasetningar og keppnisröð má sjá í næstu frétt hér fyrir neðan. Krullan er fjölskyldugrein á landsmótinu og er öllum velkomið að koma spreyta sig á steinunum frá kl 15.00 á laugardeginum. Á sunnudag er sýningarleikur hjá hokkídeild þar sem efnilegustu unglingar félagsins sýna listir sínar en leikurinn hefst kl 13.20 og stendur yfir í tæpa klukkustund.
31.07.2015
Mótið í listhlaupi verður laugardaginn 1. ágúst og hefst klukkan 10:00.
25.07.2015
Nú er ísinn klár og æfingar hófust hjá listhlaupadeild á föstudagsmorgun. Æfingar hjá Íshokkídeild hefjast á sunnudagskvöld. Þá eru opnar æfingar fyrir krakka í íshokkí alla næstu viku sem geta þá náð ryðinu úr sér áður er æfingarbúðirnar hefjast eftir verslunarmannahelgi.
21.07.2015
Svellagerðin er hafin og gengur vel en stefnt er að því að listhlaupadeild geti hafið sínar æfingar á föstudagsmorgun. Æfingar fyirir Landsmótið sem haldið verður á Akureyri standa því yfir fram að Verslunarmannahelgi en strax að henni lokinni byrja æfingarbúðir hjá bæði Listhlaupadeild og Íshokkídeild.