01.02.2016
SA Víkingar mæta Esju í Hertz deildinni þriðjudaginn 2. febrúar kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Um sannkallaðan toppslag er að ræða en liðin bítast nú um efsta sætið í deildinni en aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni.
31.01.2016
Það er hægt að skoða leiki gærdagsins á YouTube rásinni okkar !
31.01.2016
Aðeins einn leikur var leikinn í Gimli mótinu 2016 sl. mánudag.
30.01.2016
SA Víkingar lögðu SR nú fyrr í kvöld og tryggðu sér þar með farmiðann inn í úrslitakeppnina. Lokatölur leiksins voru 7-2 fyrir Víkingum en SR-ingar misstu með tapinu af möguleikanum á því að komast inn í úrslitakeppnina í ár. Hverjum Víkingar mæta í úrslitakeppninni á eftir að koma í ljós en Esja og Björninn berjast um sætið lausa.
29.01.2016
SA Víkingar taka á móti SR-ingum í Hertz deildinni á morgun, laugardag kl 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingum vantar aðeins eitt stig til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Strax að loknum leik hefst leikur SA 3. flokks en þeir mæta einnig SR og geta með sigri farið langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.
25.01.2016
Þá er Reykjavíkurleikunum í Listhlaupi lokið og stóðu stelpurnar okkar sig mjög vel.
25.01.2016
U-20 ára lið Íslands sem keppir í 3. deild varð að gera sér fimmta sætið að góðu eftir að hafa tapað naumlega gegn Nýja-Sjálandi í leiknum um bronsið í gærkvöld. Mexíkó vann riðilinn á heimavelli og fara upp um deild en Búlgaría náði öðru sætinu og Nýja-Sjáland því þriðja.
25.01.2016
Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í Menningarhúsinu Hofi síðastliðin miðvikudag. Íþróttamaður Skautafélags Akureyrar árið 2015, Emilía Rós Ómarsdóttir, varð fimmta í kjörinu. Skautafélagið á tæpan þriðjung landsliðsfólks akureyrskra íþróttafélaga og rúman þriðjung Íslandsmeistara.
24.01.2016
Nýkrýndir deildarmeistarar, Ásynjur sigruðu Björninn í gærkvöld í Egilshöllinni 4-1. Mörk Ásynja skoruðu Thelma Guðmundsdóttir (2), Birna Baldursdóttir og Jónína Guðbjartsdóttir. Þetta var síðasti leikur milli þessara liða í deildinni áður en þau mætast í úrslitaeinvígi sem hefst 15. febrúar.