05.01.2025
Í gærkvöldi mættust meistaraflokkar SA-Víkinga og Fjölnis í karlaflokki í leik sem hófst strax á eftir viðureign sömu liða í kvennaflokki. Um var að ræða hörkuviðureign sem lauk með sigri okkar manna 5 – 2. Leikurinn var samt jafnari framanaf en tölur gefa til kynna. Fjölnir opnaða markareikninginn í „power play“ um miðbik lotunnar en þar var á ferðinni Vignir Svavarsson eftir undirbúning frá Emil Alengård og Viggó Hlynssyni. Heiðar Jóhannsson jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki undir lok lotunnar með stuðningi frá Degi Jónassyni og Andra Sverrissyni.
05.01.2025
SA og Fjölnir mættust í meistaraflokki kvenna hér í skautahöllinni á Akureyri í gær. Mikið jafnræði hefur verið með liðunum í ár og leikurinn í gær var engin undantekning. Leikurinn var markalaus fram í 3. lotu en þá náði Fjölnir forystunni með marki frá Kolbrúnu Garðarsdóttur eftir sendingar frá Berglindi Leifsdóttur og Hilmu Bergsdóttur. Skömmu síðar jafnaði svo Amanda Bjarnadóttir leikinn fyrir SA og þannig stóðu leikar að loknum venjulegum leiktíma.
03.01.2025
Báðir meistaraflokkarnir okkar taka á móti liðum Fjölnis um helgina í fyrstu heimaleikjum ársins 2025.
Hlökkum til að byrja árið á skemmtilegum og spennandi hokkíleikjum
Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og forsala miða á Stubb.
SA Kvenna Fjö Kl 16:45
SA Karla Fjö Kl. 19:30
Burger fyrir leik og í leikhléi.
Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin.
Forsala Miða kvenna: https://stubb.is/events/b8LQ8b
Forsala Miða karla: https://stubb.is/events/oVLOXn