Karfan er tóm.
Aðalfundur
Skautafélags Akureyrar
verður haldinn í Skautahöllinni fimmtudaginn 26. maí kl. 20:00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Kaffiveitingar.
Skautafélag Akureyrar hvetur alla sem vettlingi geta valdið, jafnt krullufólk, listhlaupsfólk og hokkífólk, til að mæta á aðalfund SA, en fundurinn er jafnframt aðalfundur hverrar deildar fyrir sig. Meðal annars verður kosið í stjórnir félagsins og allra deilda þess. Höldum lífi í félaginu og stuðlum að öflugri starfsemi á komandi árum. Mætum á aðalfund!
Jæja lesendur góðir. Í kvöld eru herlegheitin. Fyrsta sameiginlega árs- og uppskeruhátíð SA og Narfa. Narfarnir ríða á vaðið sem gestgjafar.
Nú koma allir sem vettlingi geta valdið. Leikmenn, frændur frænkur, foreldrar, forráðamenn og stuðningsmenn SA og Narfa.
þá er það ljóst hverjir keppa um gullið en það verða Kanadamenn og Tékkar. Rússar kepptu um bronsið við Svía, og hreinlega slátruðu svíunum. 6-3.
Úrslitaleikurinn milli KANADA og TÉKKLANDS, verður síðan sýndur í Sjónvarpinu(RÚV), kl. 24:00 í kvöld (upptaka). Við mælum með að hokkí unnendur horfi á þennan leik. Því öll vitum við að ekki er sýnt hokki í sjónvarpinu á hverjum degi......eða ári.
Minnum á að í dag eru sýndir undanúrslita-leikirnir frá HM 2005 í Austurríki, annarsvegar núna kl. 14:00 og svo skömmu fyrir kl. 01:00 í nótt!