30.09.2024
Sædís Heba Guðmundsdóttir stóð sig vel á Junior Grand Prix í Gdansk í Póllandi sem kláraðist fyrir helgi. Sædís fékk 106.45 stig í heildina sem er hennar besti árangur. Sædís bætti sitt eigið met í bæti stutta og frjálsa prógraminu en hún fékk 37.46 stig fyrir stutta og 68.99 stig í frjálsa.
Við óskum Sædísi til hamingju með þennan frábæra árangur.
25.09.2024
Fyrstu heimaleikir vetrarins í bæði kvenna og karla á laugardag þegar Skautafélag Reykjavíkur kemur í heimsókn. Ertu búin að tryggja þér ársmiða?
18.09.2024
Styrktu félagið, styrktu strákana og stelpurnar og tryggðu þér gott verð af öllum heimaleikjum í vetur. Öllum ársmiðum fylgir aðgangur að betri stofunni fyrir leik og í leikhléi. Þú finnur Ársmiða SA inn á Stubb.
Ársmiði á kvennaleiki SA - 10.000 kr.
Ársmiði á karlaleiki SA - 10.000 kr.
Ársmiði SA FAN - gildir á bæði karla og kvennaleiki - 15.000 kr.
Ársmiði SA Ungir (17-20 ára) – 9.000 kr.
Gullkort – 65.000 kr. (takmarkað magn í boði, fyrstir koma, fyrstir fá – tryggðu þitt sæti)
Árskortin gilda aðeins á deildarkeppnina en fylgir aðgangur að betri stofunni í úrslitakeppni með aðgangsmiða.
Gullkortið gildir bæði í deildar- og úrslitakeppni. Gullkortinu fylgir þitt eigið sæti svo þú getir horft á leikinn beint úr betri stofunni á besta stað. Hamborgari og drykkur fylgir Gullkortinu.
12.09.2024
Meistaraflokkar SA karla og kvenna hefja bæði leik í deildarkeppninni á laugardag þegar liðin ferðast suður og leika bak í bak leiki við Fjölni í Egilshöll. Mikil eftirvænting er fyrir fyrstu leikina í deildarkeppninni og fyrir því hvernig liðin koma úr undirbúningstímabilinu sem hefur staðið yfir frá í byrjun ágúst. Liðin okkar bæði eru vel mönnuð frá síðasta tímabili en þó með nokkrum leikmannabreytingum.