Frítt í september á byrjendaæfingar.

Krakkar 4 til 11 ára eru velkomnir á æfingar FRÍTT í september. Mikið fjör, mikil gleði.

ÍHÍ heldur dómara námskeið næsta föstudag kl. 18,00

ÍHÍ mun standa fyrir dómaranámskeiðum bæði á Akureyri og í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að námskeiðið á Akureyri verði nk. föstudag þ. 4. september í skautahöllinni og hefjist klukkan 18.00. Námskeiðið í Reykjavík verður svo haldið miðvikudaginn 9. september. Staður og tími verður birtur fljótlega. Námskeiðið er opið öllum þeim sem hafa áhuga á hvort sem þeir ætla sér að verða dómarar eður ei.

Listhlaupadagurinn 2015

Í dag var listhlaupadagurinn haldinn hátíðlegur í öllum skautahöllum landsins í fyrsta skipti. Reynsla dagsins sýnir að þessi dagur er komin til að vera.

Skráningar á haustönn 2015

Búið er að opna fyrir skráningu á haustönn 2015 inni á iba.felog.is . Skráningu þarf að vera lokið fyrir 15. september. Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband með því að senda póst á formadur@listhlaup.is

Skautaveturinn 2015-2016 er að hefjast

Þá er skautaveturinn 2015-2016 að hefjast hjá listhlaupinu. Við viljum byrja á að þakka öllum sem þátt tóku í æfingabúðum sumarsins fyrir þátttökuna og dugnaðinn. Æfingar hjá 1. - 3. hóp eru hafnar, en æfingar hjá byrjendahóp og fyrrum keppendum hefjast miðvikudaginn 2. september. Frá og með næsta mánudegi verður hægt að fara inn á iba.felog.is og skrá iðkendur inn í Nóra. Við munum auglýsa það sérstaklega strax eftir helgi. Tíimatöflu fyrir dagana 24. ágúst til 1. sept er að finna undir flipanum tímatafla hér til hliðar

Styttist í krulluveturinn - Talning

Talning í Bónus

Skautatöskur

Nú er um að gera að huga að skautatöskum.

Skautabuxur - ÚSALA, aðeins nokkrir dagar eftir

Var að fá flís skautabuxur á útsölu verði

Æfingarbúðir íshokkídeildar eru hafnar

Það er mikið fjör í skautahöllinni þessa daganna en þar fara fram æfingarbúðir í íshokkí næstu tvær vikurnar en á sama tíma standa yfir æfingarbúðir hjá listhlaupadeild. Íshokkí æfingarbúðirnar standa yfir frá morgni til kvölds þar sem yngri hópurinn er á morgnanna og sá eldri seinni partinn. Hver hópur fær tvær ísæfingar á dag ásam af-ís æfingum og fræðslu.