05.09.2015
Nú eru æfingar hafnar hjá byrjendahópunum í listhlaupi og hjá yngstu skauturunum (3-5 ára á laugardögum. Þá eru allir hóparnir komnir í gang með sýnar æfingar.
04.09.2015
Íslandsmótið í íshokkí er byrjað og það með hraði. Tímabilið í ár verður stutt sökkum framkvæmda í skautahöllinni hjá okkur á Akureyri en úrslitakeppnin verður leikin í lok febrúar í ár. Af þessum sökum er leikjadagskráin þétt en mótið byrjaði nú einmitt síðasta þriðjudag þegar SA Víkingar heimsóttu Björninn í Egilshöll. Bæði lið hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið í ár en það fór svo að Víkingar sóttu stigin þrjú, lokatölur 5-0.
02.09.2015
Hokkí & Sport mætir til Akureyrar næstu helgi og verður með verslun sína í fundarherberginu í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag frá klukkan 12-16 og á sunnudag frá klukkan 13-16. Komum með fullt af nýju dóti með okkur og það er um að gera að hafa samband við okkur hér á Facebook eða hringja í síma 588-9930 ef það er eitthvað sem þið viljið að við komum með sérstaklega eða þurfum að panta.
31.08.2015
Krakkar 4 til 11 ára eru velkomnir á æfingar FRÍTT í september. Mikið fjör, mikil gleði.
31.08.2015
ÍHÍ mun standa fyrir dómaranámskeiðum bæði á Akureyri og í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að námskeiðið á Akureyri verði nk. föstudag þ. 4. september í skautahöllinni og hefjist klukkan 18.00. Námskeiðið í Reykjavík verður svo haldið miðvikudaginn 9. september. Staður og tími verður birtur fljótlega. Námskeiðið er opið öllum þeim sem hafa áhuga á hvort sem þeir ætla sér að verða dómarar eður ei.
29.08.2015
Í dag var listhlaupadagurinn haldinn hátíðlegur í öllum skautahöllum landsins í fyrsta skipti. Reynsla dagsins sýnir að þessi dagur er komin til að vera.
25.08.2015
Búið er að opna fyrir skráningu á haustönn 2015 inni á iba.felog.is . Skráningu þarf að vera lokið fyrir 15. september. Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband með því að senda póst á formadur@listhlaup.is
21.08.2015
Þá er skautaveturinn 2015-2016 að hefjast hjá listhlaupinu.
Við viljum byrja á að þakka öllum sem þátt tóku í æfingabúðum sumarsins fyrir þátttökuna og dugnaðinn.
Æfingar hjá 1. - 3. hóp eru hafnar, en æfingar hjá byrjendahóp og fyrrum keppendum hefjast miðvikudaginn 2. september.
Frá og með næsta mánudegi verður hægt að fara inn á iba.felog.is og skrá iðkendur inn í Nóra. Við munum auglýsa það sérstaklega strax eftir helgi.
Tíimatöflu fyrir dagana 24. ágúst til 1. sept er að finna undir flipanum tímatafla hér til hliðar
16.08.2015
Nú er um að gera að huga að skautatöskum.