Minningarmót um Magnús Finnsson

Laugardaginn 10. desember verður haldið minningarmót um Magnús Finnsson, formann SA, sem lést fyrr á þessu ári langt um aldur fram. Að sjálfsögðu verður   keppt í íshokkí og eru það Old-boys lið frá SA, SR og Birninum sem keppa um bikar sem Skautafélag Akureyrar gefur af þessu tilefni.          

 Fyrsti leikurinn hefst kl. 16:00 en þá eigast við kvennalið SA og úrval úr öllum liðum. Hver leikur verður 2x20 mínútur. Veglegt kaffihlaðborð verður fyrir gesti og  gangandi frá kl. 17:00. Í hléum á milli leikja munu iðkendur frá Listhlaupsdeild SA sýna listir sínar.  

Gaman væri að sjá sem flesta félaga SA, bæði eldri og yngri ásamt foreldrum og öðrum velunnurum í tilefni dagsins. Um leið og við höldum á lofti minningu  Magnúsar getum við átt saman góðar stundir, fengið okkur kaffibolla og kökusneið, hvílt okkur frá jólabakstrinum og að sjálfsögðu notið þess að horfa á eldri sem  yngri snillinga sýna listir sínar á ísnum.  

 

 

SA sigur á SR :O)

Leik mfl. SR og SA í laugardal er lokið með sigri SA manna 3:5. Til hamingju SA menn, frábær árangur.

Þakkir til foreldrar barna í 3., 4., 5., 6. og 7. flokki

Foreldrar barna í 3., 4., 5., 6. og 7. flokki

Um leið og við þökkum fyrir frábæra þátttöku foreldra við að pakka inn jólagjafapakkningunum 29. og 30. nóv. viljum við koma því á framfæri að EKKI verður pakkað fleiri pakkningum 1. desember vegna góðrar mætingar á hin kvöldin.   Einnig biðjumst við velvirðingar á því að birgðir kláruðust 1. kvöldið vegna óviðráðanlegra orsaka og vonum við að það hafi ekki komið að sök :o)

Takk fyrir skemmtileg kvöld, Foreldrafélagið.

Leikir næstu helgi!!!

Næstu leikir verða nú um helgina en þá fara fram tveir leikir í hjá meistaraflokki.  SR tekur á móti SA í Laugadalnum kl. 19:00 á laugardaginn og Björninn tekur á móti  Narfa á sunnudaginn kl. 16:00, en sá leikur átti að vera á laugardaginn skv dagskrá en hefur verið færður til um einn dag. Búast má við hörkuleikjum enda fer hver að verða síðastur að komast í úrsltinn gegn stjörnunum í S.R. Skilaboðin frá Jan eru skýr...Sigur og allt annað er kjaftæði!!!! Við vonum að brottfluttir norðlendingar fjölmenni á leikinn og styðji sýna menn. ÁFRAM S.A.!!!!!