Námskeið um nýja dómarakerfið
Komin er nákvæm tímasetning á fyrirlestrinum og námskeiðinu um nýja dómarakerfið! Fyrirlesturinn um nýja dómarakerfið fyrir foreldra, iðkendur og aðra áhugasama verður milli 11 og 12 laugardaginn 9. desember og strax á eftir milli 12 og 13 verður smá kennsla fyrir iðkendur þar sem farið verður yfir hvernig hægt sé að auka við stigafjölda í prógrömmum. Helga Margrét mun halda fyrirlesturinn og er hún tæknidómari hjá ÍSS. Daginn eftir verður námskeið fyrir tilvonandi dómara og þá sem áhuga hafa á því að læra á dómarakerfið, hvernig það er sett upp og hvernig það er notað til að dæma. Við leitum eftir áhugasömu fólki til að koma og kynna sér þetta, því til að geta haldið stórmót á Akureyri þurfum við góðan og traustan hóp af fólki til að aðstoða við uppsetningu og notkun dómarakerfisins. Þetta námskeið verður sunnudagsmorguninn 10. desember milli 9 og 11 og þar munu þær Mimmi Viitanen, Elísabet Eyjólfsdóttir og Sigrún Mogensen fara yfir og kenna fólki á notkun og uppsetningu. Milli 11 og 13 verður Jólamót SA haldið. Við munum prófa kerfið á því móti og dómaraefnin fá að æfa sig á kerfinu og kynnast því að dæma í keppni. VIð hvetjum alla sem áhuga hafa til að koma og nýta sér þetta tækifæri! Tímatafla er undir "lesa meira".