IÐKENDUR ATHUGIÐ

Nú er lokaátak í skráningamálum, ÞEIR SEM EKKI HAFA SKRÁÐ SIG OG GERT GREIN FYRIR ÆFINGAGJÖLDUM fyrir næsta þriðjudag ekki að taka þátt í æfingum eða keppnum þar til þeir hafa gengið frá sínum málum. Einfaldast er að skrá sig með tenglinum hér til vinstri "Skráning í félagið" og greiða í heimabanka eða hafa samband við Olly. Allar upplýsingar um æfingagjöldin má finna undir tenglinum "Æfingagjöld, uppl." í valmyndinni hér til vinstri.    Kv....Stjórnin

Kleinubakstur

Foreldrar og keppendur á Bikarmóti/haustmóti 2006

Eins og ákveðið var á fundi mánud. 13.nóv ætlum við að hafa kleinubakstur og sölu á sunnudaginn 19.nóv kl:8.00

sjáumst hress Kristín K

Allar afísæfingar FALLA NIÐUR Í DAG

Iðkendur athugið að allar afísæfingar falla niður í dag.    Kveðja, Sarah Smiley.

SA - SR; 4 - 2

Í gærkvöldi lék Skautafélag Akureyrar sinn fyrsta heimaleik gegn SR á tímabilinu og tefldi fram sínu sterkasta liði. 

Foreldrafundur v/Bikarmóts helgina 24.-26.nóv

                Bikarmót/Haustmót 24.-26. nóv. 2006

 

 

Foreldrar keppenda á mótinu eru boðaðir á stuttan fund í Skautahöllinni mánud. 13. nóveber kl: 20.00. Mjög áríðandi er að allir mæti þar sem við viljum gefa foreldrum tækifæri á að ræða fjáröflun fyrir ferðina. Einnig munum við hafa frekari uppl. um ferðina. Þeir sem alls ekki sjá sér fært að mæta eru beðnir um að hringja í Kristínu í síma 856-2427 eftir kl: 20.00 á kvöldin.

 

Kveðja stjórnin

 

Skautar og skóli

Nú í vikunni hófst verkefnið Skautar og skóli sem er samstarfsverkefni grunnskólanna á Akureyri, Skautafélagsins og Akureyrarbæjar.   Tilgangurinn er að kynna skautaíþróttina og hvetja til almennrar hreyfingar. Verkefnið stendur í 4 vikur og mæta 3. og 4. bekkur grunnskólanna 1 klst. í viku í skautahöllina.  Um það bil 50 krakkar eru í hverjum hóp og fær hver og einn skauta og hjálm að láni.

Verkefnið hefur gengið mjög vel það sem af er og hafa krakkarnir verið til fyrirmyndar.

    

Þemadagar í grunnskólunum.

Í tilefni þemadaga í Síðuskóla sl. fimmtudag og föstudag var nemendum í 4. – 10. bekk boðið á skauta.  Alls mættu um 270 krakkar og skemtu sér mjög vel.

Sjá heimasíðu Síðuskóla  http://www.sida.akureyri.is/

Góður sigur SA í kvöld

Eftir frekar rólegan leik í fyrstu lotu sem lauk með 0-1 fyrir SR og heldur hressari aðralotu sem fór 0-0 færðist heldur fjör í leikinn í þeirri þriðju sem var hröð og hnitmiðaðri hjá báðum liðum og lauk 4-1. SA fór því með sigur af hólmi 4 - 2.  Góóóðir SA ....

Mfl. SA - SR hefst kl. 19:15

Áður ákveðin tímasetning á mfl. leiknum mun halda sér og leikurinn hefjast kl. 19:15     Áfram  SA .......

BRYNJUMÓTINU FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Því miður verðum við að fresta Brynjumótinu vegna þess að ekki þykir ráðlegt að leggjast í ferðalög með keppendurna að sunnan. Við stefnum á að halda Brynjumótið eftir tvær vikur þ.e. 25. og 26. nóv ef allt gengur upp og verður það tilkynnt nánar síðar. Æfingar verða því samkvæmt tímatöflu eins og venjulega þessa helgi.     Meistaraflokksleikurinn á milli SA og SR verður annað kvöld svo fremi að SRingar komist norður.  Leikurinn er á dagskrá kl. 19:15 og ekki er ljóst í augnablikiniu hvort  þeirri tímasetningu verður haldið eða hvort hann muni byrja eitthvað fyrr en við munum tilkynna það hér um leið og það verður ljóst.    kveðja....Reynir Sig. 660-4888. reynir@sasport.is

Æfingar um helgina

Búið er að aflýsa Brynjumóti um helgina svo að æfingar falla ekki niður um helgina eins og áður hafði verið auglýst.