Karfan er tóm.
Nú eru allar þær myndir, mottur og seglar sem búið var að panta fyrir jól að koma til mín. Sumt er komið og hafa þeir sem það eiga þegar fengið póst um það. Hitt ætti að skila sér annaðkvöld. Þeir sem eru enn að býða eru beðnir um að vera duglegir að fara í póstinn sinn.
Jólakveðja Kristín K
Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í undirbúningi jólasýningarinnar okkar sem haldin var í gær. Allir iðkendur stóðu sig með mikilli prýði og sýndu það og sönnuðu hversu flott og stór deild við erum! Ég vil óska öllum gleðilegra jóla og hlakka til að sjá alla á nýja árinu!
Kveðja Helga Margrét yfirþjálfari
Fimmtudaginn 20. des. verða litlujólin á svellinu fyrir 5., 6., 7. og byrjendur frá kl. 16 til 18. Allir að mæta með skauta og góða JÓLA skapið. Jólasveinnin mætir á svæðið (veit ekki með Rúdolf ??)
Eftir leik kvenna og 3.flokks ca. 21,00 til 23,00 verður svo jólavídeó-kvöld fyrir 3. og 4.fl. í fundarherberginu með Denna með léttum veitingum ( mappisín+ !!!)
Á morgun miðvikudag munum við verða í hléi upp í fundarherbergi með pöntunarlista fyrir þá sem vilja eignast jólasýninguna á DVD. Verður hún seld á kr: 1000. Einnig munum við taka við pöntunum í dagatal Listhlaupadeildar (einnig til sölu á staðnum)
Svo mun Kristín verða með flesta þá mynddiska sem á eftir að dreifa.
Kveðja Stjórn Listhlaupadeildar