Karfan er tóm.
Ég vil minna alla iðkendur á að mæta í viðeigandi klæðnaði á af-ís tímana, góðum íþróttaskóm, hlýjum íþróttafötum og með hárið í tagli. Það verður mætingalisti í gangi og fyrir þá sem verða í lok tímabils með yfir 95 % mætingu verður glaðningur. Munið að mæting í þessa tíma hefur áhrif á flokkaskiptingu fyrir næsta tímabil! Einnig vil ég benda bæði foreldrum og iðkendum á það að sumir er ítrekað að mæta seint. Þetta er vanvirðing við bæði þjálfara og aðra iðkendur og líka mjög truflandi og vil ég biðja þá sem hlut eiga að máli að reyna að koma á réttum tíma framvegis!
Helga Margrét
Talsvert er um að vera í Skautahöllinni þessa helgina hjá hokkífólki og hér er helgardagskráin svona til glöggvunar.
Laugardagur 17 Mars.
kl.8-10 Landsliðsæfing
kl.10-11 Byrjendur.
kl.17-20 SA-SR 2 flokkur.
kl.20-22.30 SA-SR 3 flokkur.
Sunnudagur 18 mars.
kl.7-9 Leikur Landslið-urval.
kl.9.15-1130 SA-SR 3 flokkur
kl.11.30-14.00 SA-SR 2 flokkur.
kl.17.10-18 7 fl.
kl.18.10-19 5-6 fl.