Karfan er tóm.
Æfingar fyrir byrjendur og styttra komna - í svokölluðum D hópi hefjast þann 16. september n.k. og eru allir að sjálfsögðu velkomnir á æfingar hjá deildinni. Miðað er við að börn á leikskólaaldri æfi einu sinni í viku bæði á og af ísnum, en grunnskólabörn tvisvar sinnum - drög að tímatöflu haustannar má sjá á tengli hér til vinstri. Þann 16. sep. verður skráningardagur í höllinni.
Aðrir iðkendur í öllum C,B og A flokkum hefja leikinn þann 31. ágúst.
Hlökkum til að sjá ykkur
kær kveðja
Stjórnin
Frá og með deginum í dag mun Jóhanna láta af störfum í stjórn Listhlaupadeildarinnar. Hilda Jana mun taka við og starfa sem formaður út veturinn. Jóhönnu eru þökkuð vel unnin störf í þágu deildarinnar, sem þó er ekki lokið því hún mun taka við sem mótstjóri veturinn 2009-2010.