Myndir úr leik helgarinnar Jötnarnir Vs Björninn

Þá eru komnar nokkrar myndir úr leik Jötna og Bjarnarins sem fór fram á laugardaginn. Þær eru hér

Foreldrafundir LSA

Foreldrafundirnir LSA verða þrískiptir í ár. Foreldrafundur fyrir byrjendur, þar verður farið yfir grunnatriði hvað varðar iðkun listhlaups. Foreldrafundir lengra komna iðkenda verður tvískiptur, A og B hópa og svo C hópa. Mikilvægt er að foreldrar iðkenda listhlaupadeildar mæti því farið er yfir skautaveturinn sem framundan er, hvað verður að gerast í vetur, hvaða dagsetningar er mikilvægt að muna, verða grunnpróf í desember.

Foreldrafundur C-hópa verður mánudagskvöldið 11 október klukkan 20.00-21:00, fundarherbergi SA

Foreldrafundur byrjenda (D-hópa) verður miðvikudaginn 13 október klukkan 16:40-17:20, fundarherbergi SA

Foreldrafundir A og B hópa verður miðvikudagskvöldið 13 október klukkan 20.00-21:00, fundarherbergi SA

Akureyrarmótið: Önnur umferð mánudagskvöldið 4. október

Tvær umferðir fara fram í Akureyrarmótinu núna í vikunni.

Jötnar tapa fyrir Birninum með einu marki

Í kvöld mættust Jötnarnir og Björninn hér í Skautahöllinni, en þetta var fyrsti heimaleikur Jötnanna.  Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda.  Liðin skiptust á að skora og aldrei skyldi meira en eitt mark liðin að.  Björninn bar þó sigur úr býtum, 6 – 5 í leik þar sem allt gat gerst.

Það var Josh Gribben sem opnaði markareikninginn með “wrap around-i” óstuddur.  Trausti Bergmann jafnaði leikinn tveimur mínútum síðar og leikar stóðu jafnir 1 – 1 eftir fyrstu lotu.  Það var svo brimbrettakappinn og bílabónarinn Úlfar Andrésson sem náði forystunni fyrir gestina í “power  play”  um miðbik 2. lotu en alls urðu mörkin 6 talsins í lotunni, þrjú hjá hvoru liði.    Hinn ungi og efnilegi Sigurður Reynisson jafnaði leikinn skömmu síðar eftir frákast frá Jóni Gíslasyni, en þess má geta að Reynisson er í 3. flokki og aðeins 15 ára gamall.   Hin mörk Jötnanna í lotunni skoruðu Jón Gíslason og Orri Blöndal.  Mörk Bjarnarins skoruðu Brynjar Bergmann, litli bróðir Trausta, og svo kom Úlli með annað.

Evrópumótið í krullu: Góður árangur Íslendinga

SA-menn stóðu sig vel í C-flokki Evrópumótsins í krullu sem fram fór í Skotlandi á dögunum en komust þó ekki upp í B-flokk.