Karfan er tóm.
Í gær fór fram hér í Skautahöllinni Opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar 2010 og 10 ára afmælishátíð Skautahallarinnar. Mikið var um dýrðir og mikill fjöldi fólks lagði leið sína í skautahöllina að þessu tilefni. Opnunaratriðið hátíðarinnar var skemmtileg skrúðganga inn á ísinn þar sem fulltrúar vetraríþrótta í bænum fylktu liði og báru sína félagsfána undir taktföstu lófaklappi áhorfenda. Auk gangandi fólks þá voru einnig vélsleðar, vélhjól, hestar og já einn bíll.
Nú stendur yfir Norðurlandamótið í listhlaupi sem haldið er í Asker í Noregi. Tveir íslenskir keppendur taka þátt, sem eru Dana Rut og Heiðbjört Arney, við óskum þeim góðs gengis. Nánari fréttir af íslensku keppendunum er hægt að nálgast á heimasíðu ÍSS, http://skautasamband.is/ einnig er hægt að skoða heimasíðu mótsins http://www.nordics2010.no/