Karfan er tóm.
Vil benda ykkur á að ég á enn tvo kassa af kertum vill ekki einhver losa mig við þá endilega hafið samband og fáið ykkur kerti til að selja eða bara kaupa og styrkja æfingabúðirnar sem verða í sumar. Þið þurfið ekki að taka heilan kassa.
Allý / allyha@simnet.is - 8955804
Vil líka benda ykkur á bestu jólagjöf skautabarnsins, skautatöskur með sér hólfi fyrir skautann, mjúkar skautahlífar og mondor skautabuxur þetta á ég til.
Í ferð á Kristalsmót verða fararstjórar
Hafdís Hrönn Pétursdóttir s. 862 2171
Sigrún I Hjálmarsdóttir s. 864 5356
Inga Gestsdóttir s. 698 2703
Því miður forfallaðist Hrafnhildur.
Brottför frá Skautahöll kl. 13 á föstudag
Heimkoma verður sett inná síðuna þegar hún liggur fyrir.
fh.foreldrafélagsins
Rakel
nú eru búnar 10 mín af leiknum og staðan 0-0 ein refsing hefur verið dæmd á Jötna fyrir hooking en þeir stóðu það af sér
átta mín eftir af 1 lotu og Björninn skorar 0 -1
Farið verður frá Skautahöll kl. 13 á föstudag. Allir þurfa að hafa með sér nesti á leiðinni suður. Vasapening 2000 sem iðkendur afhenda fararstjóra í rútu. Þessi vasapeningur verður notaður f. bíó á laugardag og nesti á heimleið.
Komutími á sunnudag verður settur inn þegar hann liggur fyrir.
Allir þurfa að hafa með sér sæng/kodda eða svefnpoka. Vinsaml. farið yfir tékklista f. mót s.s. sokkabuxur, hárskraut o.fl.
Fararstjórar eru Hafdís ( Aldís Lilja), Inga (Birgitta Rún) og Sigrún (Harpa Lind) Símanúmer fararstjóra koma inná síðuna fyrir brottför.
Það eru fimm sæti laus í rútunni, ef einhver hefur áhuga á að nýta sér það. Kostar 8000,- báðar leiðir. Ef einhver hugsar sér að nýta sér sæti í rútunni er viðk. vinsamlegast beðinn að setja sig í samb. við rakelhb@simnet.is eða i síma 662 5260
Munum svo eftir góða skapinu og verum til fyrirmyndar á gistiheimili, skautahöll og í rútu.
Þið eruð allar frábærar og flottar stelpur sem farið saman suður. Vonum að þessi ferð verði ánægjuleg hjá ykkur.
Foreldrafélagið