13.10.2016
Í gærkvöldi tókur Ynjur á móti Ásynjum í sannkölluðum Akureyrarslag í Skautahöllinni fyrir norðan. Skautafélag Akureyrar teflir fram tveimur aðskildum liðum í meistaraflokki kvenna en lið Ynja er skipað leikmönnum yngri en 20 ára og lið Ásynja er skipað leikmönnum 20 ára og eldri. Bæði lið voru ósigruð fyrir þessa viðureign því mátti búast við hörkuleik.
12.10.2016
Alþjóðlegi stelpu hokkídagurinn var haldin víðsvegar um heim um helgina en allar Skautahallir landsins tóku þátt í deginum. Um 50 stelpur voru samankomnar á svellinu í íshokkí hér á Akureyri þegar best lét en þær fengu leiðbeiningar frá landsliðskonum úr kvennalandsliði Íslands og myndatöku með þeim. Takk fyrir komuna stelpur.
10.10.2016
Ynjur Skautafélags Akureyrar taka á móti Ásynjum í Hertz-deild kvenna þriðjudagskvöldið 11. október kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Bæði lið eru ósigruð það sem af er tímabili og því um toppslag að ræða. Liðin eru nú algjörlega sjálfstæð en búið er að afnema lánsregluna svo liðin verða ekki sameinuð í úrslitakeppni og geta því mögulega mæst innbyrðis í úrslitakeppni í ár. Engin aðgangseyrir á leikinn.
10.10.2016
Skautafélag Reykjavíkur tók á laugardagskvöld á móti Ynjum Skautafélags Akureyrar, en er þetta í annað sinn í vetur sem þessi lið mætast. Síðasta viðureign var mjög jöfn og náðu Ynjur aðeins að knýja fram sigur á lokamínútum leiksins. Að þessu sinni voru Ynjur þó með yfirhöndina allan leikinn og urðu lokatölur 3-9 Ynjum í vil.
07.10.2016
Jæja þá er komið að fyrsta krullumóti tímabilsins.
05.10.2016
Tímataflan hjá listhlaupinu hefur verið uppfærð. Hana er að finna vinstra megin á listhlaupasíðunni, einnig er linkur á hana hér að neðan.
04.10.2016
SA Víkingar mættu Birninum í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri en Bjarnarmenn unnu stórsigur, lokatölur 2-8. Björninn sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn hafa nú unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 6 mörkum og líta svakalega vel út í byrjun tímabils. SA Víkingar sitja hinsvegar í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig.
03.10.2016
SA Víkingar mæta Birninum þriðjudagskvöldið 4. október kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri.
03.10.2016
Æfingar hefjast mánudaginn 10. okt.