Ísold sigraði á Tirnava Ice Cup
05.11.2018
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir náði sínum besta árangri til þessa um helgina þegar hún keppti á alþjóðlega listhlaupa mótinu Tirnavia Cup sem fram fór í Slóvakíu og landaði gulli í flokknum Advanced Novice. Ísold fékk 95.87 stig í heildina sem skilaði henni fyrsta sætinu á undan Slóvakíu, Ítalíu og Tékklandi sem voru í næstu sætum. Þetta er besti árangur Ísoldar til þessa og greinilegt að hún kemur sterkari en nokkru sinni tilbaka eftir erfið meiðsli síðasta vetur sem hafa haldið henni frá keppni í tæpt ár.