17.01.2018
Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Evu Maríu Karvelsdóttur og Orra Blöndal íþróttafólk félagsins fyrir árið 2017. Eva og Orri munu því bæði koma til greina við val á íþróttamanni Akureyrar fyrir árið 2017.
15.01.2018
SA Víkingar unnu 8-3 sigur á Birninum í Hertz-deild karla um helgina og nældu sér þar í mikilvæg stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppnina. Með sigrinum náðu Víkingar 13 stiga forskoti á Björninn sem er í 3. sæti deildarinnar en Esja er enn þá á toppi deildarinnar, 4 stigum á undan Víkingum en Víkingar eiga 3 leiki til góða til þess að ná Esju að stigum.
12.01.2018
SA Víkingar taka á móti Birninum í Hertz-deild karla laugardaginn 13. janúar kl 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Mikil barátta er um sætin í úrslitakeppninni en SA Víkingar sitja nú í öðru sæti deildarinnar 4 stigum á eftir Esju sem hefur spilað 3 leikjum meira en Víkingar. Björninn er 10 stigum á eftir Víkinum í þriðja sæti deildarinnar. Fyllum stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs! Aðgangseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
08.01.2018
Ynjur gerðu góða ferð í Laugardalinn í gær, laugardag, þegar þær sóttu lið Reykjavíkur heim. Það má segja að það hafi verið viðeigandi að heyra í flugeldasýningunni yfir Laugardalnum þegar þær innsigluðu 13:7 sigur sinn á Reykjavíkurliðinu. Þær eru nú einu einu stigi á eftir Ásynjum en Reykjavík sem fyrr án stiga.
08.01.2018
Fimmta umferð verður leikin í kvöld.
04.01.2018
Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2018.