14.01.2020
Aldís Kara Bergsdóttir og Hafþór Andri Sigrúnarson hafa hlotið nafnbótina íþróttakona og íþróttakarl SA fyrir árið 2019. Aldís Kara var valin bæði skautakona listhlaupadeildar á dögunum sem og skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands. Hafþór Andri var valinn íshokkímaður íshokkídeildar SA fyrir árið 2019. Þau eru tilnefnd af Skautafélaginu til íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2019 en kjörið fer fram miðvikudaginn 15. janúar kl. 17.30 í Hofi en öllum bæjarbúum er boðið í kjörið.
13.01.2020
Íshokkílandslið U-20 hefur keppni í dag á heimsmeistaramótinu í 3. deild sem fram fer í Sófíu í Búlgaríu. Ísland mætir heimaliði Búlgaríu í fyrsta leik sínum en leikurinn hefst kl. 18.30 og er sýndur í beinni útseningu hér.
10.01.2020
SA-stúlkur taka á móti Reykjavík í tvíhöfða um helgina. Fyrri leikurinn er á laugardag kl. 16:45 og sá síðari á sunnudaginn klukkan 9:00. SA er með 16 stig eftir 7 leiki spilaða en Reykavík 5. Það er frítt inn á leikina. Mætum og styðjum stelpurnar til sigurs!
07.01.2020
Leik SA Víkinga og Bjarnarins sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.
06.01.2020
SA Víkingar taka á móti Birninum í toppslag Hertz-deildarinnar þriðjudaginn 7. janúar kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar og Björninn berjast nú á toppi deildarinnar en bæði lið eru með 18 stig. SA Víkingar tefla fram gríðarlega ungu og efnilegu liði í vetur þar sem allir leikmenn liðsins eru uppaldir í félaginu og þurfa nú nauðsynlega á stuðningi stúkunnar að halda. Aðgangseyrir 1000 kr. en Víkingar ætla að bjóða öllum 18 ára og yngri frítt á leikinn á laugardag. Sjáumst í Skauthöllinni á laugardag!