07.01.2012
Jötnar stálu tveimur stigum af SR eftir jafnan og spennandi leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr enn í framlengingu.
04.01.2012
Nú er komið að aðal fjáröflun deildarinnar sem er öskudagsnammisala!!! Fundur verður fimmtudaginn 5 janúar klukkan 17.00 í fundarherbergi hallarinnar og þá verður fyrirtækjunum einnig úthlutað á skautarana. Það er mjög mikilvægt að allir taki þátt því allir njóta góðs og styrkir þetta starf deildarinnar.
02.01.2012
Gleðilegt ár öll sömul og takk fyrir áhugann og stuðninginn á liðnu ári. Fjörið byrjar nú strax í 1. vikunni með tveimur meistaraflokks leikjum hér heima. Sá fyrri verður þann 5. en þá koma Sr-ingar og spila við Jötnana. SR-ingar eru með fæst stig af A liðunum en hafa einnig spilað fæsta leikina.
29.12.2011
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir fær þann titil í ár að vera listhlaupari ársins. Hún hefur staðið sig mjög vel á árinu og þar má nefna að hún lenti í 6 sæti á Coupe De Printemps í Lúxenborg og 4 sæti úti í Slóvakíu núna í desember og hún er Akureyrameistari. Hrafnhildur Ósk er í landsliði Íslands og er búin að vinna sér inn keppnisrétt á Norðurlandamótinu sem fer fram í Finnlandi núna í febrúar. Einnig má nefna að hún er í þróunarverkefni sem er á vegum ISU og eru öll norðulöndin þáttakendur í því verkefni. Innilega til hamingju Hrafnhildur Ósk.
24.12.2011
Hin árlega móttaka hjá Akureyrarbæ þar sem Íslandsmeisturum á svæðinu eru veittar viðurkenningar fyrir árangur á árinu fer fram fram í dag kl. 16:15
22.12.2011
Á þriðjudaginn fór fram síðasti leikur Jötna fyrir áramót þegar Bjarnarmenn komu í heimsókn.
20.12.2011
ÍHÍ hefur tilkynnt um val, bæði í Kvennaflokki og þar var valin Sara Smiley og í karlaflokki varð fyrir valinu Björn Már Jakobsson, en þau koma bæði frá Skautafélagi Akureyrar. Við óskum þeim innilega til hamingju.
19.12.2011
Þriðjudaginn 20. des. er leikur á milli Jötna og Bjarnarins kl. 19,30. Í síðustu viðureign liðanna voru Jötnar hársbreidd frá því að stela stigi og víst er að þeir stefna að sama marki annað kvöld. ÖRUGG SKEMMTUN, allir að hvíla sig á jólastressinu og mæta á spennandi leik og hvetja sitt lið. ÁFRAM SA ...........