Akureyrarmót SA
Skautahöllinni Akureyri
16. apríl
Fyrir A, B og C keppendur LSA
Lokadagur Skráninga og greiðslu keppnisgjalda er 04.04. 2011
Akureyrarmót SA
Skautahöllinni Akureyri
16. apríl
Fyrir A, B og C keppendur LSA
Lokadagur Skráninga og greiðslu keppnisgjalda er 04.04. 2011
Listhlaupakrakkar, ef þið seljið pappír til fjáröflunar þá fáið ÞIÐ ágóðann af hverri pk. sem að þið seljið beint í ykkar vasa.
Allý, allyha@simnet.is / 8955804
Um helgina verður mikið um að vera í hokkíinu þar sem bæði karla- og kvennalandsliðin verð að störfum auk þess sem 3. flokks mót fer fram í Egilshöllinni með tveimur finnskum liðum. HM kvenna hefst í Reykjavík á sunnudaginn og liðið mun hittast í Reykjavík í kvöld og taka æfingaleik gegn strákaliði úr birninum en á morgun verður æfingaleikur gegn Nýja Sjálandi. Það mikilvægt að fá þessa æfingaleiki fyrir heimsmeistaramótið og stilla saman strengi liðsins.
2. æfingabúðir karlalandsliðsins fara fram á Akureyri um helgina. Fækkað var um þrjá leikmenn í hópnum eftir síðustu helgi, en um helgina bætast við strákar úr U18 ára liðinu og samkeppnin um sæti í liðinu harðnar enn frekar. Æfingabúðirnar hefjast á föstudagskvöldið og lýkur á sunnudags eftirmiðdag.
Á laugardaginn fer fram sýning hér í Skautahöllinni til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis á vegum sýningarhóps Listhlaupadeildar. Sýningarhópinn skipa 12 stelpur sem allar hafa æft hjá félaginu í mörg ár en ákváðu að stofna þennan fyrsta sýningarhóp félagsins í haust. Hópurinn hefur verið með sýningaratriði á mótum auk þess sem hann kom fram í leikhléi í úrslitaleiknum í Íslandsmótinu í íshokkí.
Í kvöld kl. 22,00 að okkar tíma er 3. leikur U-18 landsliðsins og spila þeir gegn Suður Afríku. Textalýsingu má sjá hér og live útsendingu á vefnum hér.
Kvennalið Skautafélags Akureyrar tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn með góðum 4 – 1 sigri á Birninum í þriðju viðureign liðanna í úrslitakeppninni. Liðið spilaði af miklu öryggi og hafði töluverða yfirburði í leiknum. Liðið náði forsystu þegar Hrund Thorlacius skoraði eina mark fyrstu lotu, skopparapökkur frá bláu í gegnum traffík – óverjandi fyrir Karitas í marki Bjarnarins.
Í 2. lotu hélt SA sóknarþunganum en inn vildi pökkurinn ekki og markvörður Bjarnarins hafði í nógu að snúast. Það var svo Sarah Smiley sem jók forystuna í 2 – 0 eftir góðan undirbúning frá Kristínu Jónsdóttur sem var fyrir aftan mark Bjarnarins þegar hún sendi stutta og snögga sendingu á Söruh sem afgreiddi þetta vel. Fleiri urðu mörkin ekki í 2. lotu.
Þegar um 6. mínútur voru liðnar af 3.lotu skoraði Guðrún Arngrímsdóttir af stuttufæri eftir harða baráttu við markteig Bjarnarins og við þetta mark fögnuðu áhorfendur vel og fólk farið að sjá fyrir sér sigurinn.
Hanna Heimisdóttir minnkaði muninn fyrir Björninn skömmu síðar en síðasta mark leiksins áttu heimastúlkur í „power play“ – Birna Baldursdóttir skoraði með viðstöðulausi skoti á fjærstöng eftir góða sendingu frá Guðrúnu Blöndal, lokastaðan 4 – 1 og sætur sigur í höfn.