Aldís Kara Bergsdóttir og Gunnar Aðalgeir Arason íþróttafólk SA 2021

Aldís Kara Bergsdóttir og Gunnar Aðalgeir Arason voru heiðruð nú í vikunni þar sem stund gafst milli stríða í þéttri dagskrá Aldísar Köru um þessar mundir en þau Aldís og Gunnar eru íþróttafólk SA árið 2021. Aldís var valin skautakona ársins hjá listhlaupadeild á dögunum og skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands árið 2021. Gunnar Arason var varinn íshokkímaður íshokkídeildar SA árið 2021. Gunnar og Aldís eru einstaklega vel að þessum titlum komin eru tilnefnd af SA til Íþróttafólks Akureyrar. Við óskum þeim Aldísi og Gunnari hjartanlega til hamingju með þessa nafnbót.

Norðurlandamótið í listhlaupi hófst í dag

Norðurlandamótið í listhlaupi sem fram fer í Hørsholm í Danmörku hófst í dag en við eigum fjórar stúlkur í landsliðshópnum. Freydí Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Sædís Heba Guðmundsdóttir hófu keppni í dag í stutta prógraminu í Advanced Novice og stóðu sig báðar með prýði. Síðar í dag mun Júlía Rós Viðarsdóttir skauta stutta prógramið sitt í Junior flokki og Aldís Kara Bergsdóttir hefur svo leik í Senior flokki á laugardag þar sem hún hefur tækifæri á að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið. Streymt er frá mótinu og ýttið hér á hlekkina til að sjá dagskránna og stig. Áfram Ísland.

Söguleg stund þegar Aldís skautaði á EM

Það var söguleg stund þegar Aldís Kara Bergsdóttir steig á ísinn í Tondiraba skautahöllinni í Tallinn í Eistlandi rétt fyrir klukkan 10 í gærmorgun og hóf þar með þátttöku á Evrópumeistaramóti ISU, fyrst íslenskra skautara.

Aldís Kara skautar fyrst Íslendinga á Evrópumótinu á morgun

Aldís Kara Bergsdóttir brýtur blað í sögu skautaíþrótta á morgun þegar hún skautar fyrst Íslendinga á Evrópumóti fullorðinna í listhlaupi sem fram fer í Tallinn í Eistlandi. Aldís er ekki alls ókunnug Tondiraba skautahöllinni í Tallinn því þar skautaði hún einmitt fyrst Íslendinga á Heimeistaramóti unglinga á eftirminnilegan hátt árið 2020. Aldís hefur verið í undirbúningi í Tallinn síðan á mánudag ásamt fylgdarliði sínu og hefur undirbúningurinn gengið vel. Í kvöld verður dregið um keppnisröð og þá kemur í ljós hvar í röðinni Aldís skautar og klukkan hvað en keppnin sjálf hefst kl. 9 í fyrramálið á íslenskum tíma en keppninni verður streymt á youtube rás ISU.

Æfingar í listhlaupi hefjast á ný

Æfingar hjá byrjendum (4. hópur) byrja aftur miðvikudaginn 5. janúar kl. 16:30.

Áramótakveðja

Nú þegar árið 2021 er að líða er vert að skauta stuttlega yfir árið sem er að líða undir lok. Árið 2021 má minnast sem mjög farsæls árs fyrir Skautafélag Akureyrar því sigrar á íþróttasviðinu voru margir og sumir sögulegir. Þrátt fyrir að Covid veiran hafi ávallt staðið á hliðarlínunni þá náðist að halda þorrann af þeim mótum og keppnum sem fyrirhuguð voru á árinu. Það var vissulega þyrnum stráð að halda viðburðum gangandi með síðbreytilegum reglum og takmörkunum svo vert að minnast á framlag starfsfólks og sjálfboðaliða sem taka þátt í starfi félagsins og bera þau þökkum því þau hafa sýnt ótrúlega þrautseigju og útsjónarsemi í að ná að halda íþróttastarfinu gangandi undir þessum kringumstæðum og gott betur því unnendur íþróttanna fengu að sitja á áhorfendapöllum í flestum tilfellum þó um það giltu einhverjar fjölda- og nálægðartakmarkanir.

Ragnhildur Kjartansdóttir og Gunnar Arason íshokkífólk SA árið 2021

Ragnhildur Kjartansdóttir hefur verið valin íshokkíkona SA og Gunnar Aðalgeir Arason íshokkíkarl SA fyrir árið 2021.

Jólasýning Listhlaupadeildar SA

Listhlaupadeild Skautafélgs Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 19.des nk. kl: 17:30. Samkvæmt sóttvarnarreglum þurfa allir 2015 og eldri að sýna fram á neikvætt hraðpróf sem má ekki vera eldra en 48 klst eða sýna fram á fyrri COVID sýkingu ( eldri en 14 daga og yngri en 180 daga). Miðasala fer fram á Stubbur appi en einnig er hægt að kaupa miða við hurð.

Aldís Kara Skautakona ársins hjá ÍSS

Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2021. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Er þetta í þriðja sinn í röð sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins.

SA Víkingar misstu toppsætið á heimavelli

SA Víkingar biðu lægri hlut fyrir SR í toppslag Hertz-deildarinnar á þriðjudag. Leikurinn var æsispennandi og hart barist fram á síðustu mínútu en lokatölur voru 2-4.